spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Thor: Fannst hann vera hálf óstyrkur

Bjarki Thor: Fannst hann vera hálf óstyrkur

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Mjölnismaðurinn Bjarki Thor Pálsson mætir Alan Procter annað kvöld á FightStar 9 bardagakvöldinu í London. Vigtunin er afstaðin og er því fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun.

Bardaginn fer fram í veltivigt (77 kg) og var Bjarki 76,9 kg á vigtinni. Bjarki vaknaði í réttri þyngd í morgun og var þetta því auðveldur niðurskurður fyrir Bjarka en hann keppir vanalega í léttvigt (70 kg).

Þetta verður þriðji atvinnubardagi Bjarka en bardaginn er aðalbardagi kvöldsins. Bardaginn er endurat frá viðureign þeirra í desember en þá endaði bardaginn með umdeildum hætti. Í þetta sinn ætla þeir að útkljá málin.

Í vigtuninni í dag mættust kapparnir augliti til auglits. „Mér fannst hann vera hálf óstyrkur. Ég sagði við hann LETS FINISH THIS þegar við stóðum á móti hvor öðrum og hann tautaði bara eitthvað til baka. Heyrði ekki almennilega hvað hann sagði en ég held hann hafi sagt GOOD LUCK,“ segir Bjarki Thor um viðburð dagsins.

„Ég er búinn að taka heilar æfingabúðir fyrir bardagann og æfa með nokkrum af betri bardagamönnum heims. Ég er búinn að leggja sérstaka áherslu á styrktar og sprengikraftsþjálfun og sama gildir um úthaldið. Ég veit að þetta er klisja en í alvöru þá hef ég aldrei verið í betra formi og ég get ekki beðið eftir að komast í búrið og klára þetta í eitt skiptið fyrir öll.”

Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á www.MMAtv.co.uk og kostar um 1000 krónur að kaupa sig inn á strauminn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular