Bjarni Kristjánsson keppti sinn fyrsta bardaga í dag á Heimsmeistaramótinu í MMA. Bjarni var ekki lengi að klára bardagann.
Þetta var fyrsti dagur Heimsmeistaramótsins og er Bjarni nú kominn í 16-manna úrslit eftir sigurinn í dag. Bjarni var fljótur að klára Bretann James Harrison og sigraði með „guillotine“ hengingu eftir 31 sekúndu í 1. lotu.
Cage 1: Bjarni Kristjansson (ICE) def James Harrison (UK) via submission in Round 1 (31 seconds) @IMMAFed
— MyNextMatch (@mynextmatch) July 5, 2016
Meira vitum við ekki eins og er en Bjarni mætir Rússanum Igramudin Ashuraliev á morgun sem sat hjá í fyrstu umferð. Bjarni ætti því að vera ferskur eftir þennan snögga sigur rétt eins og Rússinn.
Mótið er haldið af alþjóðlega MMA sambandinu, IMMAF (International Mixed Martial Arts Federation). Þetta er í þriðja sinn sem IMMAF stendur fyrir heimsmeistaramóti en keppt er samkvæmt áhugamannareglum þar sem óleyfilegt er að vera með reynslu úr atvinnumannabardaga.