0

Bjarni: Tappaði um leið og við lentum í jörðinni

Mynd af Facebook síðu Mjölnis.

Mynd af Facebook síðu Mjölnis.

Bjarni Kristjánsson sigraði bardaga sinn á heimsmeistaramótinu í MMA sem fram fer um þessar mundir í Las Vegas. Bjarni sigraði Bretann í fyrstu umferð eftir aðeins nokkrar sekúndur.

Bjarni sigraði með „guillotine“ hengingu eftir aðeins 31 sekúndu samkvæmt Twitter aðgangi MyNextFight.com. Við heyrðum í Bjarna áðan þar sem hann var kominn aftur upp á hótelherbergið sitt og fengum að heyra smá um bardagann stutta.

„Hann vildi rosa mikið ná mér niður. Við snertumst á hönskum, hann kastaði hægri höndinni fram og fór beint í double leg og við enduðum upp við búrið. Ég sá hálsinn á honum og tók hann og var kominn með mjög þétt guillotine standandi og hann kláraði felluna. Ég enda í guard en hann tappaði um leið og við lentum í gólfinu,“ segir Bjarni.

Bardaginn stóð yfir í aðeins 31 sekúndu en Bjarna fannst þetta gerast hraðar. „Mér fannst við bara vera rétt að byrja.“

Bjarni ferðaðist einn til Las Vegas en fyrir ferðina stóð til að John Kavanagh yrði í horninu hans. Kavanagh kemur hins vegar ekki til Las Vegas fyrr en á morgun. Bjarni fékk því Steve Pellegrino til að hita upp með sér og vera í horninu. Pellegrino er þjálfari í Torres MMA bardagaklúbbnum í Las Vegas og var Bjarni ánægður með hann. „Hann er mjög góður og hentaði mér fáranlega vel.“

Á morgun mætir Bjarni Rússanum Igramudin Ashuraliev í 16-manna úrslitum. Við munum flytja ykkur frekari fréttir af bardaga hans á morgun.
Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.