spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarni Kristjánsson: Ástandið á mér er gott

Bjarni Kristjánsson: Ástandið á mér er gott

Bjarni Kristjánsson sigraði sinn annan bardaga á Heimsmeistaramótinu í MMA sem fram fer í Las Vegas um þessar mundir. Við heyrðum í honum í gær eftir hörku bardaga.

Bjarni sigraði Bretann James Harrison á þriðjudaginn með hengingu eftir aðeins 31 sekúndu. Hann var því nokkuð ferskur fyrir bardagann gegn Rússanum Igramudin Ashuraliev í gær. Bjarni sigraði Rússann einnig með hengingu en í þetta sinn var afar skammt eftir af bardaganum.

„Þetta var svo sem eins og maður bjóst við fyrirfram. Ég var aðeins stífari en ég hefði viljað og var full mikið að pæla í því hvað andstæðingurinn ætlaði að gera. Ég var að vinna bardagann standandi þó hann væri að hlaða í bombur með hægri. Ég var að gera smá mistök í clinchinu sem voru að gefa honum auðveldar fellur,“ segir Bjarni um bardagann.

Bjarna tókst að klára bardagann þegar aðeins 12 sekúndur voru eftir. Dómarar gefa fellum gríðarlega mikið vægi í MMA og miðað við lýsingu Bjarna má ætla að hann hafi jafnvel verið að tapa bardaganum þegar hann náði hengingunni. „Í fyrstu tveimur lotunum var ég að vinna standandi en hann náði mér niður í báðum lotunum. Í þriðju lotu náði ég að stoppa felluna hans og endaði ofan á í quarters/turtle. Ég var orðinn frekar þreyttur en heyri bara John [Kavanagh] segja að bakið sé opið og ég fer þá og set annan krókinn inn og mýki hann aðeins upp með höggum til að koma hinum króknum inn sem ég geri. John segir mér bara að kýla því hann veit að dómararnir stoppa bardagann fljótt ef andstæðingurinn er ekki að verja sig. Ég geri það þangaði til ég sé hálsinn opinn og tek rear naked choke og næ að klára.“

Frábærlega gert hjá Bjarna að klára bardagann þegar svo skammt var eftir af bardaganum. En hvernig er ástandið á skrokknum núna eftir bardagann? „Standið á mér er bara mjög gott. Ég kom mjög vel út úr bardaganum miðað við að hafa farið nánast allar þrjár loturnar.“

Bjarni hvíldi sig vel eftir bardagann en hann mætir Búlgaranum Tencho Karaenev í 8-manna úrslitum í dag. Tencho er nafn sem við könnumst við en hann hefur áður mætt Íslendingi.

Við munum flytja ykkur frekari fréttir af bardaga Bjarna um leið og fréttir berast.

Bjarni ásamt Steve Pellogrino sem aðstoðaði hann í fyrsta bardaganum.
Bjarni ásamt Steve Pellogrino sem aðstoðaði hann í fyrsta bardaganum.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular