Bjartur Guðlaugsson var rétt í þessu að tapa fyrir Noah Mannion á Fightstar 16 bardagakvöldinu í London í kvöld.
Þeir Bjartur og Bjarki Ómarsson keppa báðir í kvöld á Fightstar 16 og var Bjartur fyrri af Íslendingunum tveimur. Bardaginn fór fram í fjaðurvigt en um áhugamannabardaga var að ræða.
Fyrsta lotan byrjaði kröftuglega og náði Mannion nokkrum þungnum höggum í standandi viðureign. Hann náði svo fellu og náði þar nokkrum góðum höggum í gólfinu á Bjart. Bjartur reyndi að standa upp en var tekinn niður aftur. Bjartur náði nokkrum sinnum að snúa stöðunni við í skamma stund en Mannion var fljótur að koma sér á fætur. Seinni tvær loturnar voru nokkuð svipaðar og sú fyrsta og hafði Mannion yfirhönd.
Bardaginn fór því allar þrjár loturnar þar sem Mannion sigraði eftir dómaraákvörðun. Streymi er af bardögunum í kvöld en streymið höktir verulega og dettur reglulega út í langan tíma. Erfitt að horfa á streymið í sannleika sagt.