spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBJJ æfingabúðir til styrktar barnaspítalans um helgina

BJJ æfingabúðir til styrktar barnaspítalans um helgina

Sérstakar æfingabúðir í brasilísku jiu-jitsu fara fram í nýju bardagahöllinni á Reykjanesbæ á laugardaginn. Æfingabúðirnar kallast Berjumst með börnunum en námskeiðsgjöld renna óskipt til Barnaspítala Hringsins.

Á námskeiðinu munu átta frábærir BJJ þjálfarar frá fjórum félögum kenna í klukkutíma hver. Það eru þeir Guðmundur Stefán Gunnarsson og Björn Lúkas Haraldsson sem standa á bakvið námskeiðið.

„Ég og Gummi fórum að spá í svona námskeiði eftir Globetrotters námskeiðið sem var hér á landi í sumar. Þá fórum við að spá hvað fólk væri til í að borga fyrir svona námskeið og hvorugur okkar vildi fá eitthvað fyrir þetta þannig að okkur datt í hug að gefa til Barnaspítala hringsins þar sem okkur langar að hjálpa sem mest,“ segir Björn Lúkas um námskeiðið.

Kennslan mun standa yfir í átta tíma en hægt er að mæta í alla tímana eða detta bara inn í nokkra tíma. Þetta er fyrsta svona námskeið sinnar tegundar á landinu og ef vel heppnast getur bardagaíþróttasamfélagið lagt sitt af mörkum til að gera samfélagið betra.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

08:00 Open mat
09:00 Jóhann Eyvindsson GRACIE ICELAND “Surviving with guard”
10:00 Eiður Sigurðsson REYKJAVIK MMA “Armlásar allstaðar”
11:00 Daði Steinn Brynjarsson VBC “Simplifying setups”
12:00 Bjarni Baldursson MJÖLNIR “MOUNT”
13:00 Matur/OPEN MAT
14:00 Omar Yamak MJÖLNIR “The ultimate guardpass” ( guardpass pælingar)
15:00 Halldór Logi Valsson MJÖLNIR ”Galdrar úr half guard bottom”
16:00 Björn Lúkas Haraldsson MJÖLNIR “Clinchdowns” (bodylock takedowns)
17:00 Inga Birna Ársælsdóttir MJÖLNIR “Shin to shin Guard”
18:00 Open mat
19:00 Út að borða

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular