spot_img
Monday, May 12, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentBjörgvin Snær berst á Golden Ticket

Björgvin Snær berst á Golden Ticket

Það er staðfest að Akureyringurinn Björgvin Snær mun vera í hópi Mjölnismanna sem ferðast til Wolverhampton á Golden Ticket 28 þann 29. mars. Björgvin samþykkti að mæta mjög reynslumiklum andstæðingi með rétt rúmlega þriggja vikna fyrirvara og tryggði sér þar með sæti á einu stærsta MMA kvöldi ársins, fyrir okkur Íslendinga.

Bæði Mjölnir og Reykjavík MMA munu eiga íslenska útsendara þann 29. mars á sitthvorum viðburðinum og verður sýnt frá báðum vígvöllum í beinni útsendingu á Mini Garðinum. Búast má við að 10 Íslendingar stígi inn í búrið þetta kvöld.

Björgvin er uppalinn Akureyringur og byrjaði snemma að æfa karate fyrir norðan. Hann flutti svo suður til að æfa undir Gunnari Nelson og þróa karatekunnáttuna sína yfir í MMA og er líklega enginn betur fallinn í það verkefni en Gunnar sjálfur. Björgvin er 1-1 sem áhugamaður í blönduðum bardagaíþróttum og þykir mjög efnilegur í búrinu. Hann barðist síðast á Golden Ticket 23 fyrir einu og hálfu ári síðan en þurfti að sætta sig við tap þar. Björgvin mætti Jack Spencer og sýndi mikla yfirburði gegn honum í fyrstu lotu en í annarri lotu virtist bensíntankurinn alveg tómur og tókst Spencer að landa sigrinum.

Björgvin ætlar að vera mjög virkur á þessu ári, byggja ofan á fyrri lærdóm og sækja sér mikla reynslu á þessu ári.

Ætla að berjast bara eins oft og ég get, einu sinni á tveggja mánaða fresti helst hvort sem það sé box eða mma.

Andstæðingurinn hans Björgvins í þetta skipti er heimamaðurinn Callum Deakin (5 – 7) frá Intensity MMA. Callum er kominn mun lengra í áhugamannaferlinum en Björgvin og því spurning hvort reynslan muni leika stórt hlutverk í bardaganum. En Björgvin sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því og vill bara komast í búrið.

Andstæðingurinn er 5-7, mikil reynsla en ég veit hvar ég stend. það snýst allt núna bara um að ná mínútum í búrinu.

Þeir sem vilja kynna sér andstæðinginn hans Björgvins geta séð hann tapa á klofinni dómaraákvörðun hér fyrir neðan.

Björgvin hefur æft stíft síðan hann barðist síðast fyrir einu og hálfu ári. Hann er nýlentur frá Tælandi þar sem hann æfði Thai Box daglega ásamt því að æfa hefðbundna hnefaleika undir handleiðslu norskra þjálfara frá Apex Pro Boxing. Að sögn sjónarvotta er hann klárlega kominn upp á næsta getustig og hefur sýnt það á undirbúningstímabilum liðsfélaga sinna.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið