spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjörn Lúkas keppir á HM í Barein

Björn Lúkas keppir á HM í Barein

Mjölnismaðurinn Björn Lúkas Haraldsson mun keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA nú í nóvember. Mótið fer fram dagana 12. til 19. nóvember en 258 keppendur eru skráðir til leiks á mótið.

Mótið fer fram í Barein en MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins býður Birni út. Með Birni Lúkasi mun Hrólfur Ólafsson fara með sem hornamaður.

Björn Lúkas (2-0) hefur byrjað MMA ferilinn afar vel. Hann hefur tekið tvo bardaga á þessu ári og klárað þá báða í fyrstu lotu. Báðir bardagar hans hafa farið fram í veltivigt en Björn Lúkas mun keppa í millivigt á mótinu. Vigtað er á keppnisdegi og á Björn von á því að keppa fimm bardaga á jafn mörgum dögum fari svo að hann komist alla leið í úrslit.

International MMA Federation (IMMAF) stendur fyrir mótinu en þetta er í fjórða sinn sem heimsmeistaramótið er haldið. Bjarni Kristjánsson keppti á HM í fyrra með góðum árangri en Ísland átti einnig fjölmarga keppendur á EM 2016 og 2015. Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttur urðu Evrópumeistarar 2015 og Egill Hjördísarson 2016.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular