spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjörn Lúkas með glæsilegan sigur í 1. lotu

Björn Lúkas með glæsilegan sigur í 1. lotu

Strákarnir í Skotlandi halda áfram að fara á kostum og hafa núna unnið alla þrjá bardaga sína. Björn Lúkas Haraldsson var rétt í þessu að vinna með uppgjafartaki í 1. lotu.

Þetta var annar MMA bardagi Björns en fyrsti bardaginn kláraðist líka í 1. lotu. Björn Lúkas mætti Georgio Christofi á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi í kvöld en Christofi hafði einnig unnið sinn eina MMA bardaga.

Björn byrjaði bardagann strax á nokkrum spörkum og þar á meðal snúandi hælsparki. Björn náði „clinchinu“ þar sem hann tók Christofi auðveldlega niður og náði fljótt bakinu. Björn reyndi að ná hengingunni af bakinu en Christofi varðist vel.

Björn lenti undir í skamma stund en sótti strax í „triangle“ hengingu. Christofi varðist fimlega en þá sótti Björn í höndina og neyddist Christofi því að tappa út eftir armlás.

Björn vissi ekkert um andstæðinginn fyrir bardagann og sagði þetta við okkur fyrir helgi: „Eina sem ég veit um andstæðinginn er að hann er 1-0 núna og verður 1-1 eftir helgina.“ Orð að sönnu hjá Birni.

Sjá einnig – Björn Lúkas: Því oftar sem ég geri þetta því auðveldara verður þetta

Gríðarlegir yfirburðir hjá Birni og sigraði hann eftir 1:54 í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Birni en hann er núna 2-0 og hefur klárað báða bardaga sína í 1. lotu. Þetta hefur verið frábært kvöld hingað til hjá Mjölnisstrákunum og hafa þeir unnið alla þrjá bardaga sína. Bardagann hjá Birni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular