spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjörn Lúkas: Því oftar sem ég geri þetta því auðveldara verður þetta

Björn Lúkas: Því oftar sem ég geri þetta því auðveldara verður þetta

Björn Lúkas Haraldsson er einn af fjórum Mjölnismönnum sem berst á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi á laugardaginn. Björn er ekki í nokkrum vafa hvernig bardaginn mun fara.

Björn Lúkas (1-0) barðist sinn fyrsta MMA bardaga í Færeyjum í vor. Bardagann sigraði Björn með tæknilegu rothöggi í 1. lotu en Björn hafði stefnt að þessu frá 13 ára aldri. Björn hefur mikla keppnisreynslu úr júdó, taekwondó og jiu-jitsu og fann því ekki fyrir miklu stressi áður en hann steig í búrið. Það sama verður upp á teningnum núna þegar hann mætir Georgio Christofi.

„Ég er búinn að keppa svo mikið í gegnum árin þannig að keppa er bara svo venjulegt fyrir mér. Ég barðist í svo stuttan tíma síðast að það varla telst með en allt hitt í kringum bardagann er búið að hjálpa mér mikið fyrir þennan bardaga eins og niðurskurðurinn, upphitunin og að labba inn í búrið með öll augun á mér,“ segir Björn.

Björn skellti sér til Tælands í sumar þar sem hann tók nokkrar Muay Thai æfingar. „Ég fór með tveimur vinum mínum í 16 daga. Við vorum aðallega bara að skemmta okkur en auðvitað skellti ég mér á nokkrar Muay Thai æfingar þarna. Það var frekar fyndið hvernig ég endaði í besta klúbbnum þarna. Ég var ekki duglegur að pósta myndum af mér þarna úti en vinur minn taggaði mig á mynd þarna úti og þá sá snillingurinn Ragnar NakRob að ég væri í Tælandi og bauð mér að koma á æfingu í klúbbnum sínum sem ég auðvitað þáði.“

„Æfingin sjálf var ekkert svakalega erfið en þessi rugl hiti bræddi mig. Ég svitnaði næstum því fjórum kílóum á einni æfingu sem er bara bilun! Ég lærði góða hluti þarna sem ég nota hérna heima núna en þetta átti fyrst og fremst að vera bara til gamans. Það er bara svo gaman að æfa,“ segir Björn og hlær.

Eins og áður segir mætir Björn Skotanum Georgio Christofi og er hann meira en tilbúinn. „Eina sem ég veit um andstæðinginn er að hann er 1-0 núna og verður 1-1 eftir helgina. Undirbúningurinn hefur gengið vel og er ég í rauninni búinn að vera í réttri þyngd nánast frá því þegar ég fékk bardagann. Ég verð aldrei eitthvað svaka þungur milli bardaga. Ég er búinn að vera gera þetta svo lengi og ég þekki líkamann minn svo vel núna. Því oftar sem ég geri þetta, því auðveldara verður þetta.“

Björn er ekki í nokkrum vafa hvernig bardaginn fer. „Ég sé fyrir mér að ég vinni strax með rothöggi eða með funky submission í fyrstu eða annarri lotu.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular