spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBlábeltingamót VBC úrslit

Blábeltingamót VBC úrslit

Blábeltingamót VBC fór fram í dag. Mótið fór vel fram en þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið.

30 keppendur voru skráðir til leiks á mótinu en aðeins þeir sem voru með blátt belti í brasilísku jiu-jitsu (eða með sambærilega reynslu úr öðrum glímuíþróttum) máttu keppa á mótinu. Nikos Dyzma úr VBC sigraði opna flokkinn og +100 kg flokkinn og má segja að hann hafi verið maður mótsins.

Þeir Halldór Logi Valsson úr Fenri og Brynjar Örn Ellertsson úr Mjölni kepptu í ofurglímu mótsins. Glíman var jöfn og spennandi en Halldór Logi náði „guillotine“ hengingu og kláraði glímuna þegar rúm ein mínúta var eftir.

Hér að neðan má sjá öll úrslit mótsins en engir kvennaflokkar fóru fram.

-76 kg flokkur

1. sæti: Jeremy Francis Aclipen (Mjölnir)
2. sæti: Brynjólfur Ingvarsson (Mjölnir)
3. sæti: Hrafn Þráinsson (Kore BJJ)

-82 kg flokkur

1. sæti: Sigmar Andri Hjálmarsson (Mjölnir)
2. sæti: Davíð Freyr Guðjónsson (VBC)
3. sæti: Kristján Gunnar Óskarsson (Mjölnir)

-88 kg flokkur

1. sæti: Jón Pétur Sævarsson (Gracie Iceland)
2. sæti: Guðlaugur Þór Einarsson (Mjölnir)
3. sæti: Ingi Þór Hjálmarsson (VBC)

-94 kg flokkur

1. sæti: Guðjón Þ. Gíslason (Mjölnir)
2. sæti: Richard Jansons (UMFN)
3. sæti: Ólafur Haukur Pétursson (Mjölnir)

+100 kg flokkur

1. sæti: Nikos Dyzma (VBC)
2. sæti: Sindri Már Guðjónsson (Mjölnir)
3. sæti: Friðjón Ingi Sigurjónsson (Mjölnir)

Opinn flokkur

1. sæti: Nikos Dyzma (VBC)
2. sæti: Hrafn Þráinsson (Mjölnir)
3. sæti: Sigmar Andri Hjálmarsson (Mjölnir)

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular