spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBolamótið 2: Bjarki Þór vs. Tómas Pálsson

Bolamótið 2: Bjarki Þór vs. Tómas Pálsson

Bolamótið fer fram í 2. sinn á laugardaginn. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við fjórðu glímu kvöldsins.

Á Bolamótinu er einungis hægt að vinna með uppgjafartaki en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við fjórðu glímu kvöldsins.

Í fjórðu glímu kvöldsins mætast þeir Bjarki Þór Pálsson og Tómas Pálsson. Bjarki Þór Pálsson er einn reyndasti bardagamaður þjóðarinnar en hann er 4-1 sem atvinnumaður og var 11-1 sem áhugamaður í MMA. Bjarki Þór er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu rétt eins og andstæðingurinn Tómas Pálsson. Tómas er frá Akureyri en hann mun vera nokkrum kílóum þyngri en Bjarki þegar þeir mætast á laugardaginn. Kapparnir eru ekkert skyldir þó þeir deili föðurnafni og séu báðir hrikalegir.

Bjarki Þór Pálsson vs. Tómas Pálsson

Mynd: Baldur Kristjáns.

Nafn: Bjarki Þór Pálsson
Aldur: 31 árs
Félag: Reykjavík MMA
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa bardagaíþróttir í september 2010.
Árangur á glímumótum: Íslandsmeistari 2016, silfur á Swedish Open 2015 og fjöldi annarra verðlauna á glímumótum hér heima.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Íslandsmeistari í kraftlyftingum 2010 og á Íslandsmet í unglingaflokki í réttstöðulyftu.
Um andstæðinginn: Hef aldrei keppt við Tomma en hef æft með honum og hann er öflugur 95 kg tarfur með júdó reynslu og brúnt belti í jiu-jitsu. Svo er hann topp náungi en ég mun leggja það til hliðar á laugardagskvöldið þar sem hann stendur í vegi fyrir mér og sigrinum! Lestin mun leggja Tarfinn að lokum eftir mikil og góð átök. Choo-choo motherf**kers.
Áhugaverð staðreynd: Keppti í samkvæmisdansi þegar ég var 11 ára og ég hélt svoleiðis að ég hefði unnið þetta því ég var í the zone á gólfinu. En allt kom fyrir ekki og ég var svo svekktur að ég for að gráta og er nýfarinn að geta aðeins stigið á dansgólfið aftur. Getum sagt að ég hafi lært mikilvæga lexíu þarna; never leave it in the hands of the judges!
Coolbet stuðull: 1,30

Nafn: Tómas Pálsson
Aldur: 31 árs
Félag: Án félags eins og er
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa BJJ árið 2014 á Akureyri.
Árangur á glímumótum: Hef ekki mikla keppnisreynslu en hef ratað í þrígang upp á pall. Náði 3. sætinu á Copenhagen Open 2014, 2. sæti á Hvítur á leik 2014, 2. sæti Mjölnir Open 2017.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æfði karate og skylmingar sem barn og var mikið á skíðum
Um andstæðinginn: Bjarki Þór er góð fyrirmynd allra bardagaíþróttamanna og flottur bardagamaður. Við höfum ekki mæst á keppnisvellinum áður.
Áhugaverð staðreynd: Tala frönsku.
Coolbet stuðull: 3,20

Enn eru örfáir miðar eftir á Tix.is hér og þá er hægt að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular