spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBolamótið 2: Inga Birna vs. Ólöf Embla

Bolamótið 2: Inga Birna vs. Ólöf Embla

Bolamótið fer fram í 2. sinn í kvöld. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við fyrstu af fjórum aðalglímum kvöldsins.

Bolamótið er uppgjafarglímumót en einungis er hægt að vinna með uppgjafartaki og eru engin stig í boði en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við fyrstu af fjórum aðalglímum kvöldsins.

Inga Birna vs. Ólöf Embla

Fjórða síðasta glíma kvöldsins er seinni kvennaglíma kvöldsins og fyrsta 10 mínútna glíma kvöldsins. Þar mætast tvær bestu glímukonur landsins þær Ólöf Embla og Inga Birna. Báðar hafa sýnt virkilega flotta takta á glímumótum hérlendis og erlendis undanfarin ár. Inga Birna er brúnt belti á meðan Ólöf Embla er fjólublátt. Þær hafa nokkrum isnnum keppt gegn hvor annarri en þetta verður í fyrsta sinn sem þær mætast undir þessum reglum. Það eru engin stig í boði og því ekkert annað í stöðunni en að klára glímuna með uppgjafartaki. Þetta ætti að verða frábær glíma hjá frábærum fyrirmyndum í glímunni hér heima.

Nafn: Inga Birna Ársælsdóttir
Aldur: 25 ára
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Tók fyrst grunnnámskeið í glímunni 2011 en byrjaði ekki að glíma almennilega fyrr en 2012.
Árangur á glímumótum: Íslandsmeistari 2014, 1. sæti í opnum flokki á Grettismótinu 2017, 1. sæti á Copenhagen Open 2014, 3. sæti í mínum flokki og opnum flokki á Nordic Open 2017, silfur á NAGA í París 2017 og tvöfalt gull á NAGA í Dublin 2018.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var á fullu í hestamennsku til 16 ára aldurs.
Um andstæðinginn: Við þekkjumst mjög vel við Ólöf og erum fínar vinkonur. Höfum bæði verið að hittast og æfa saman í gegnum árin og keppt á móti hvor annarri oft áður. Ólöf er well rounded og öflug glímukona. Hún er með góða pressu og gott guard. Ég hlakka mikið til að mæta henni á laugardaginn.
Áhugaverð staðreynd: Sumarið 2009 bjó ég í hjólhýsi í Danmörku þar sem ég lærði að temja hesta. Var líka í einsöngsnámi í 9 ár en hætti 16 ára.
Coolbet stuðull: 2,75

Nafn: Ólöf Embla Kristinsdóttir
Aldur: 24 ára
Félag: VBC
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa 2013.
Árangur á glímumótum: Fimm Íslandsmeistaratitlar og ágætis árangur erlendis sem hvítt og blátt belti en á enn eftir að testa fjólubláa beltið erlendis.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æfði sund alveg fáranlega lengi, í alveg 9 ár án þess að ná nokkrum árangri á mótum.
Um andstæðinginn: Veit alveg fullt. Ein besta glímukona landsins og frábær fyrirmynd. Við höfum keppt oft við hvor aðra en mjög sjaldan í nogi og aldrei með EBI reglum.
Áhugaverð staðreynd: Var ógeðslega góð í Farmville.
Coolbet stuðull: 1,40

Uppselt er á viðburðinn en hægt verður að horfa á mótið í beinni á Youtube síðu Mjölnis. Þá er hægt að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular