spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBoxþjálfarar landsins spá í Manny Pacquiao-Floyd Mayweather

Boxþjálfarar landsins spá í Manny Pacquiao-Floyd Mayweather

Manny-Pacquiao-vs-Floyd-Mayweather-2Aðeins nokkrir dagar eru í risaboxbardaga Manny Pacquiao og Floyd Mayweather. Af því tilefni fengum við marga af helstu boxþjálfurum landsins til að birta sína spá. Bardaginn fer fram laugardagskvöldið 2. maí.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Steinar Thors. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Steinar Thors (Hnefaleikafélag Reykjavíkur/Mjölnir): Hver verður sigurvegarinn er erfitt að spá fyrir um þar sem þessir tveir eru yfirleitt alltaf þeir sem ég held með hverju sinni.

Pacquiao er þekktur fyrir ótrúlegan hraða og gríðarlegan kraft sem samanlagt ætti að vera hin fullkomna uppskrift fyrir besta boxara í heimi. Hann er tveimur árum yngri, örlítið lægri í vexti og töluvert minni faðm. Á tíma hélt ég að Pacquiao væri á leið niður á við en sú skoðun mín tók 180° beygju þegar Pac maðurinn mætti hinum ósigraða Chris Algieri og gjörsamlega jarðaði hann! Manny Pacquiao er með recordið 57-5-2 í dag og því með fleiri bardaga en andstæðingur sinn og er nýbúinn að enda óflekkaða sigurgöngu Algieri sem var á hraðri uppleið á taplausum ferli og ætlar sér að hakka í sig feril Floyd næst! Hann er örvhentur bardagamaður sem gæti verið vandamál fyrir Floyd, en hann hefur áður þurft að díla við örvhenta boxara og átt í erfiðleikum með þá eins og t.d í bardaganum hans gegn Guerrero og Zab Judah. Floyd vann jú, en.. Pacquiao er LANG besti „lefty“ í bransanum. Pacquiao er maður fólksins, en hann er þekktur fyrir mikla manngæsku, kurteisi og virðingu fyrir andstæðingum sínum. Því er auðvelt fyrir marga að styðja við bakið á honum því hann er bara svo sjúklega góður gaur!

Floyd Mayweather Jr! Það þarf vart að segja að þessi maður er á toppnum í dag. Hann er ósigraður með 47 bardaga á bakinu, 0 ósigra og ber sjálfstraustið með sér hvert sem hann fer. Helstu kostirnir eru varnartilbrigði hans sem eiga sér enga hliðstæðu. Floyd er án efa með bestu vörnina í sportinu sem hefur komið honum langleiðina á þann stall sem hann er í dag. Floyd er einnig ótrúlega góður í að aðlagast andstæðing sínum og sækja á hann eftir því sem líður á bardagann. Floyd, ólíkt Manny Pacquiao, er einn sá hrokafyllsti sem fyrirfinnst í boxheiminum. Til þess að finna hrokafyllri mann þarf maður að leita út fyrir boxheiminn og banka upp hjá Conor McGregor sem er sá eini sem stendur honum þar jafnfætis. Floyd elskar peninga en hann hefur látið þau orð falla að eina ástæðan fyrir því að hann boxar er hversu mikið hann fær borgað fyrir það. Samt einhvern veginn, þrátt fyrir hrokann og ruddaskapinn í kvikindinu, þá heldur maður alltaf með honum því hann er bara svo (ég ætla leyfa mér að segja það) „ógeðslega“ góður í boxi!

Ég held að bardaginn fari þá leið að Pacquiao muni byrja betur með hraða og kraft að vopni. Eftir því sem líður á bardagann mun Floyd eiga auðveldara með að stilla sig af og þreyta Pacquiao með höfuðhreyfingum og hröðum counter og saxa þannig á Pacquiao. Ef bardaginn fer allar 12 loturnar mun Floyd taka þetta en ég ætla að henda einum grjóthörðum og miskunnarlausum dúndurdómi og segja að Pacmaðurinn nái rothöggi á Floyd „peningar“ Mayweather einhvers staðar í lotum 9-12 og gera allt bókstaflega VITLAUST!

Jafet Örn Þorsteinsson (Hnefaleikafélag Kópavogs/VBC): Ég held að Manny gæti unnið þar sem þessi bardagi virðist hafa kveikt eld í honum aftur og mögulegt að hann verði of öflugur fyrir Floyd. Tel þó líklegra að Floyd vinni á stigum. Hann er hreinlega of gáfaður boxari og gerir ekki mistök (þó gáfurnar hans nái ekki mikið lengra en í boxinu).

Björn Björnsson (Hnefaleikafélag Reykjaness): Paquiao mun taka fyrstu loturnar þar sem hann er southpaw, hraður og ólíkur öllum öðrum sem Mayweather hefur farið á móti. Styrkur hans er klárlega sprengikrafturinn. Hann nýtist til að stíga snöggt inn með þungum höggum og koma Mayweather að óvörum með stungu og víða vinstri, en það verða veikir punktar hjá Floyd. Pacqiao mun reyna að ná inn rothöggi snemma í bardaganum og tekur fyrstu loturnar. Floyd er ekki þekktur fyrir að stjórna bardaganum í fyrri lotunum. Það mátti sjá á móti köppum eins og Victor Ortiz (sem er southpaw, eins og Manny), Miguel Cotto og Shane Mosley sem sló hann næstum niður í annarri lotu. Enginn virðist búa yfir úthaldi eða nákvæmni sem Floyd hefur. Pacman er klárlega með áhugaverðasta viðmótið og margir velta fyrir sér hvort sú formúla muni ganga upp. Þessar vangaveltur hafa verið sterkar í gegnum árin og hvort Pacquaio sé ennþá upp á sitt besta. Með öllum líkindum mun Floyd hafa aðlagað sig að stíl Manny og er líklegur til að stjórna hraðanum út lotur 6-12. Á góðum degi getur Pacman tekið Floyd en örugga veðmálið er „Money“ Mayweather á öllum öðrum dögum. Þá er bara að bíða og sjá hvaða brögð Pacman og þjálfarinn hans, Freddie Roach, koma með í hringinn en í heimi bardagaíþrótta getur allt gerst.

Þórður Sævarsson (Hnefaleikafélag Akraness): Ég hef bara afskaplega lítið fylgst með atvinnumannahnefaleikum í nokkur ár og vonandi hljóma ég ekki of neikvæður fyrir þessu en að mínu mati þá er þessi bardagi a.m.k. 5-6 árum of seinn á ferðinni, hefði viljað sjá þessa tvo keppa fyrir löngu síðan en ekki núna þegar þeir eru báðir að nálgast það að hætta.  Ætli ég myndi ekki skjóta á að Floyd sigri þar sem Manny er ekki sama vélbyssan og hann var fyrir nokkrum árum og Floyd er of sleipur, þegar hann nennir.

Vilhjálmur Hernandez (Hnefaleikafélagið Æsir): Floyd Mayweather vinnur 12 lotu decision, 115-113.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular