Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaÁ Jones yfir höfði sér þriggja ára fangelsi?

Á Jones yfir höfði sér þriggja ára fangelsi?

jon jones glassesLögreglan í Albuquerque fékk heimild til að handtaka Jon Jones. Jones gaf sig þó fram en hann á yfir höfði sér alvarlega ákæru.

Lögreglan í Albuquerque reyndi ítrekað að ná tali af Jones á sunnudag og mánudag án árangurs.

Jones var settur í gæsluvarðhald en borgaði 2.500 dollara tryggingu og var sleppt úr varðhaldi fyrir kl 10 í gærkvöldi.

Jones í gæsluvarðhaldi.
Jones í gæsluvarðhaldi.

Jones er grunaður um að hafa valdið þriggja bíla árekstri á sunnudag eftir að hafa farið yfir á rauðu ljósi. Jones flúði vettvang, kom aftur á slysstað til að sækja reiðufé úr bílnum og hljóp svo aftur á brott. 25 ára ólétt kona handleggsbrotnaði í árekstrinum en hlaut ekki meiri skaða.

Pípa með marijúana fannst í bílnum og pappírar sem staðfestu að bíllinn væri í leigu Jon Jones. Sjónarvottur segist hafa séð Jones hlaupa af vettvangi.

Verði Jones fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Vefsíðan Combat Sports Law hefur þetta að segja um málið:

„If the case does involve “great bodily harm” it can lead to a fourth degree felony with a penalty of up to “eighteen months imprisonment.”.  If it can further be proven that a defendant “knowingly” failed to stay at the scene the charges can be upgraded to a third degree felony with penalties increasing up to three years of imprisonment.“

Það er svo annað mál hvort að handleggsbrot sé nóg til að teljast sem „great bodily harm“.

Það væri áfall fyrir MMA ef Jones fær svo strangan dóm. Kappinn er einn besti bardagamaður heims og hefur verið léttþungavigtarmeistari UFC síðan 2011.

Nema hann sleppi alfarið við fangelsi?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem léttþungavigtarmeistarinn lendir í klóm laganna. Fyrir um þremur árum síðan keyrði hann Bentley bifreið sína á tré eftir að hafa verið drukkinn undir stýri. Í janúar á þessu ári fannst kókaín í blóði Jones mánuði fyrir risabardaga hans gegn Daniel Cormier. Jones fór í sólarhrings meðferð og kvaðst ekki þurfa frekari hjálp. Sitt sýnist hverjum um hvort Jones þurfi hjálp.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular