spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrandon Thatch varar Neil Magny við hræðilegri lykt af Gunnari

Brandon Thatch varar Neil Magny við hræðilegri lykt af Gunnari

Fyrrum andstæðingur Gunnars Nelson, Brandon Thatch, varar liðsfélaga sinn Neil Magny við hræðilegri lykt sem kann að vera af Gunnari. Thatch segist ekki viss um hvort þetta hafi verið vísvitandi hjá Gunnari en segir þetta hafa virkað vel.

Gunnar Nelson sigraði Brandon Thatch á UFC 189 í júlí 2015. Gunnar mætir nú Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí en Magny æfir með Thatch hjá Team Elevation í Denver. Team Elevation greindi frá bardaganum á Instagram og þar birti Thatch áhugaverð ummæli um bardagann gegn Gunnari.

„Gaur, ég veit ekki hvort Nelson hafi gert það viljandi eða ekki, en þegar ég barðist við hann lyktaði hann svoooo f**king illa. Það var ógeðslegt. Vertu tilbúinn undir það,“ sagði Thatch.

Hann hélt svo áfram í öðrum ummælum. „Í alvörunni! Ég kúgaðist eftir bardagann þar sem lyktin var öll á mér. Eins og ég segi, ekki viss um að hann hafi gert þetta viljandi til að vera ógeðslegur en þetta virkaði svo sannarlega!“

Það tók Gunnar tæpar þrjár mínútur að klára Thatch. Gunnar kýldi Thatch niður og kláraði hann svo með „rear naked choke“ í 1. lotu.

gunnar nelson thatch knockdown
Lyktin truflaði Thatch er þeir mættust.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular