Tuesday, April 23, 2024
HomeForsíðaBretarnir sigri hrósandi á Bolamótinu

Bretarnir sigri hrósandi á Bolamótinu

Bolamótið fór fram í annað sinn í kvöld. Þrír Englendingar komu hingað til lands sérstaklega á mótið og fengu áhorfendur að sjá 10 frábærar glímur.

Uppselt var á mótið og var mótinu streymt á Youtube síðu Mjölnis. Í aðalglímu kvöldsins mættust þeir Halldór Logi Valsson og Ben Dyson frá Englandi. Svartbeltingarnir glímdu fimlega og sótti Dyson hart í hengingar eins og „Japanese necktie“ en Halldór varðist vel.

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Dyson skipti þá yfir í árás á fæturna og varðist Halldór vel og reyndi sjálfur að ná taki á löppum Dyson. Þegar Halldór sótti í fótalás fór Dyson aftur í „heelhook“ og neyddist Halldór til að tappa út eftir tæpar fjórar mínútur af glímunni.

Í næstsíðustu glímunni sigraði Tom Caughey Bjarna Baldursson einnig með „heelhook“. Caughey fór strax í fótalásinn en Bjarni varðist vel og reif sig lausan. Caughey fór aftur í fótalás en í þetta sinn þurfti Bjarni að játa sig sigraðan.

Þriðji Englendingurinn sigraði svo Frakkann Valentin Fels eftir æsispennandi bráðabana. Eftir 10 mínútna glímu þurfti þrjár tilraunir til að knýja fram sigurvegara í bráðabananum. Liam Corrigan náði þá armlás í þriðju og síðustu tilraun sinni og tókst Valentin ekki að ná uppgjafartakinu sjálfur í tæka tíð. Jöfn og spennandi glíma en Liam stóð uppi sem sigurvegara á endanum.

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Besta glíma mótsins var síðan 10 mínútna ofurglíma á milli Ingu Birnu og Ólafar Emblu. Eftir 10 mínútna glímu fóru þær í bráðabana en eftir nokkrar tilraunir hvor náði Inga Birna að klára Ólöfu með „rear naked choke“ og fagnaði innilega. Frábær glíma og fengu báðar 40.000 kr. gjafabréf frá Sportvörum fyrir bestu glímu kvöldsins.

Vilhjálmur Arnarsson sigraði Magnús ‘Loka’ Ingvarsson með akkiles fótalás og fékk að launum 30.000 kr. fyrir besta uppgjafartak mótsins.

Mynd: Ásgeir Marteinsson.

Kverk.is tók upp allt mótið og sendi út í beinni útsendingu á Youtube rás Mjölnis og er hægt að horfa á allan viðburðinn hér að neðan.

Önnur úrslit:

Eiður Sigurðsson sigraði Björn Lúkas Haraldsson eftir bráðabana
Bjarki Þór Pálsson sigraði Tómas Pálsson eftir bráðabana.
Margrét Ýr Sigurjónsdóttir sigraði Öddu Guðrúnu Gylfadóttur með armlás í framlengingu.
Valdimar Torfason sigraði Bjarna Darra Sigfússon með akkiles fótalás
Pétur Óskar Þorkelsson sigraði Bjarka ‘The kid’ Ómarsson með armlás í bráðabana

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular