Brian Ortega mun ekki fá nýjan andstæðing á UFC 226. Hann mun því ekki berjast um helgina en bardagi Francis Ngannou og Derrick Lewis verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.
Brian Ortega átti að mæta Max Holloway um fjaðurvigtartitilinn á laugardaginn í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC 226. Því miður fékk Holloway heilahristing og getur ekki barist um helgina.
Talið var að Ortega myndi jafnvel fá nýjan andstæðing og voru þeir Frankie Edgar og Jeremy Stephens nefndir til sögunnar. Ortega vildi þó aðeins berjast ef um titilbardaga var að ræða og hefur þjálfari Ortega, Rener Gracie, staðfest að Ortega muni ekki berjast um helgina.
Samkvæmt heimasíðu UFC hefur bardagi Paul Felder og Mike Perry verið færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins.
UFC called Jeremy Stephens last night with the Ortega interim title fight, per sources. He accepted right away. Once the fight didn’t come to fruition they called about Edgar interim title fight. He accepted that. In between both offers he began cutting to 145. Alas, no fight.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) July 5, 2018