spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBrynjólfur Ingvarsson: Eftir hverja æfingu geng ég út á allan hátt betri

Brynjólfur Ingvarsson: Eftir hverja æfingu geng ég út á allan hátt betri

Mynd: Jón Viðar Arnþórsson
Mynd: Jón Viðar Arnþórsson

Brynjólfur Ingvarsson keppir um helgina sinn þriðja MMA bardaga. Hann mætir Íranum Jeanderson Castro í Cage Kings. Við heyrðum í Brynjólfi þar sem hann dvelur í Írlandi við æfingar fyrir bardagann.

Brynjólfur hefur ekkert barist síðan þann 18. maí 2013 en Brynjólfur hefur sigrað báða sína bardaga. Það eru því rúm tvö ár frá því hann barðist síðast en hvers vegna hefur hann ekkert barist á þessum tíma?

„Veturinn 2013-14 vildi ég mikið berjast en ætlunin var að fara til Flórída um vorið að æfa, og hugsanlega keppa, sem yrði kostnaðarsamt og því ákvað ég að reyna að safna pening. Það var hætt við þá ferð og þá vildi ég bardaga og var um tíma kominn með einn en það gat enginn annar farið og það var of mikill kostnaður að fara með þjálfara og fylgdarlið fyrir einn áhugamannabardaga. Síðan flutti ég Austur og stofnaði Ými og þá var ætlunin að berjast ekkert fyrr en keppnir yrðu haldnar heima en þegar þetta tækifæri bauð sig þá stökk ég á það,“ segir Brynjólfur en hann er yfirþjálfari hjá Ými MMA á Selfossi.

Brynjólfur æfði með Keppnisliði Mjölnis þangað til hann ákvað að stofna Ými MMA á Selfossi. Hjá Ými hefur Brynjólfur að mestu æft með reynsluminni iðkenndum en hann hefur annars gert með Keppnisliði Mjölnis.

„Það að æfa með reynsluminni iðkenndum hefur gefið mér tækifæri á að kafa dýpra í tæknina og dýpra í grunninn. Það hefur gefið mér betri sýn á bardagann og hvað skiptir máli. Maður hefur einnig meira frelsi til að fara út fyrir þægindaramman og prufa sig áfram með nýja hluti.“ Brynjólfur hefur einnig æft júdó með júdódeild Selfoss og keppt fyrir þeirra hönd. Brynjólfur telur að það hafi kennt sér margt og hjálpað honum að bæta sig.

„Ég æfði aðeins í Mjölni áður en ég fór út og ég elska Keppnisliðið og alla sem að því koma. Hins vegar er erfitt peningalega og hvað tíma varðar að keyra á milli [Selfoss og Reykjavíkur] en fyrir bardaga er það klárlega skynsamlegast.“

cage kings binni

Brynjólfur mætir eins og áður segir Jeanderson Castro en Castro mætti Íslandsvininum James Gallagher í fyrra þar sem Gallagher fór með sigur af hólmi. „Ég veit að hann er kickboxari með þrjá K1 bardaga. Ég veit að hann er stór fyrir þyngdarflokkinn og mikill íþróttamaður en svolítið villtur,“ segir Brynjólfur um andstæðinginn.

Brynjólfur hefur æft hjá SBG í Dublin að undanförnu fyrir bardagann. „Æfingarnar hafa verið frábærar. Eftir hverja æfingu geng ég út á allan hátt betri.“

Það er nokkuð ljóst að undirbúningur Brynjólfs fyrir bardagann hefur verið góður en hvernig fer bardaginn? „Hann þreytir sig út í fyrstu lotu og ég klára hann í annarri með höggum í gólfinu,“ segir Brynjólfur að lokum.

Við þökkum Brynjólfi fyrir viðtalið og óskum honum góðs gengis á laugardaginn.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular