spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBúið að senda inn kæru og vilja að úrslitum bardaga Gunnars verði...

Búið að senda inn kæru og vilja að úrslitum bardaga Gunnars verði breytt

Haraldur Dean Nelson segir í samtali við Vísi að formlega sé búið að kæra niðurstöðu bardaga Gunnars gegn Santiago Ponzinibbio. Haraldur vill að úrslit bardagans verði dæmd ógild.

Santiago Ponzinibbio kláraði Gunnar Nelson með rothöggi síðastliðið sunnudagskvöld. Skömmu eftir bardagann sást greinilega þegar Ponzinibbio potaði ítrekað í augu Gunnars.

„Við erum búnir að senda inn kæru til UFC og viljum að úrslitum bardagans verði breytt vegna þess að sá sem vann braut ítrekað á andstæðingi sínum. Við viljum að niðurstöðunni verði breytt í ‘no contest’ eða engin úrslit,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.

„Við viljum að UFC rannsaki þetta mál ofan í kjölinn. Ekki bara þennan bardaga heldur framgöngu Ponzinibbio í öðrum bardögum en þetta var mjög gróft hjá honum í Glasgow. UFC er með margar vélar og á að geta skoðað þetta frá mörgum hliðum.“

Teymi Gunnars telur að brotin séu það gróf að niðurstöðu bardagans eigi að vera breytt þrátt fyrir að sjaldnast sé nokkuð gert í svona málum.

Þjálfari Gunnars, John Kavanagh, og umboðsmaður Gunnars í Bandaríkjunum, Audi Attar, munu fylgja málinu eftir í Las Vegas og ræða við UFC.

Mynd: Jerry McCarthy/KO! Media
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular