Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentCathal Pendred fær John Howard á UFC 189

Cathal Pendred fær John Howard á UFC 189

Cathal Pendred
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Íslandsvinurinn Cathal Pendred er óvænt kominn með bardaga á UFC 189. Pendred mætir John Howard en Howard átti upphaflega að mæta Brandon Thatch. Hvers vegna Thatch var skipt út er ekki vitað.

Cathal Pendred sigraði Augusto Montano fyrr í mánuðinum í Mexíkó og óskaði eftir því að fá að berjast aftur sem fyrst. Hann hefur nú fengið ósk sýna uppfyllta og mun reyna að vera sá fyrsti til að sigra fyrstu fimm bardaga sína í UFC á innan við 12 mánuðum.

Hann mun mæta John Howard þann 11. júlí en frá þessu greinir írski miðillinn Severe MMA. Engar fregnir eru af því hvort Brandon Thatch sé meiddur eða ekki. Hugsanlega ætlar UFC að láta Thatch mæta Gunnari í staðinn. Það eru þó allt aðeins vangaveltur og gæti Thatch einnig hafa meiðst á þessum undarlega degi.

Cathal Pendred er æfingafélagi Gunnars og tilheyrir SBG liðinu í Írlandi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular