spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChad Mendes mætir Frankie Edgar í desember

Chad Mendes mætir Frankie Edgar í desember

chad Mendes frankie EdgarDesember verður bara betri og betri. Allt bendir til að Chad Mendes og Frankie Edgar berjist í aðalbardaganum á TUF 22 Finale. Bardaginn fer fram 11. desember, degi á undan UFC 194.

Brasilíska vefsíðan Lancenet greindi fyrst frá bardaganum en fleiri miðlar greindu síðar frá bardaganum. Bæði Mendes og Edgar hafa samþykkt bardagann og mun UFC staðfesta bardagann innan skamms.

Frankie Edgar er í 2. sæti á styrkleikalista UFC á meðan Mendes er í því þriðja. Edgar sagðist vera tilbúinn að mæta hverjum sem er í desember til að tryggja sér annan titilbardaga en þeir Jose Aldo og Conor McGregor berjast um fjaðurvigtartitilinn á UFC 194.

Þetta verður stór helgi fyrir UFC en TUF 22 Finale fer fram þann 11. desember og UFC 194 daginn eftir. Á þessu lokakvöldi TUF 22 verður Mendes-Edgar aðalbardagi kvöldsins en þeir Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov mætast einnig á sama kvöldi. Á UFC 194 fer titilbardaginn í fjaðurvigtinni fram sem og titilbardagi í millivigt milli Luke Rockhold og Chris Weidman.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular