Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChael Sonnen aðeins 4 kílóum léttari en Fedor

Chael Sonnen aðeins 4 kílóum léttari en Fedor

Bellator 208 fer fram í kvöld þar sem þeir Chael Sonnen og Fedor Emelianenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Athygli vakti að Fedor var aðeins fjórum kílóum léttari en Chael Sonnen í vigtuninni í gær.

Bardaginn fer fram í 8-manna þungavigtarmóti Bellator og er um undanúrslitabardaga að ræða. Fedor er einn besti þungavigtarmaður sögunnar en hann vigtaði sig inn 236 pund (107,3 kg) í gær. Chael Sonnen, sem barðist lengi vel í millivigt (84 kg), var 227 pund (103,2 kg). Það voru því aðeins fjögur kíló á milli þeirra í vigtuninni í gær en Sonnen hefur undanfarin fimm ár barist í léttþungavigt (93 kg).

Fyrri undanúrslitabardaginn í þungavigtarmótinu fór fram í gærkvöldi á Bellator 207 þar sem Ryan Bader sigraði Matt Mitrione eftir afar einhliða bardaga. Bader tók Mitrione ítrekað niður og sigraði eftir dómaraákvörðun.

Bader er léttþungavigtarmeistari Bellator og er hann nú kominn í úrslit í þungavigtarmótinu. Hann getur þar með orðið tvöfaldur meistari en hann mætir sigurvegaranum úr viðureign Sonnen og Fedor.

Það mátti sjá nokkur mögnuð tilþrif í gær á kvöldinu. Mandel Nallo náði virkilega vel tímasettu hné í Carrington Banks. Nallo náði rothögginu í 2. lotu og er núna 7-0 á ferlinum. Nafn til að taka eftir.

Það tók síðan Mike Kimbel aðeins sex sekúndur að rota Alex Potts í bardaga þeirra.

Kimbel var aðeins 64 sekúndur í frumraun sinni og verður einnig áhugavert að fylgjast með þessum bardagamanni.

Að lokum má ekki gleyma gömlu köllunum í þungavigtinni. Sergei Kharitonov rotaði Roy Nelson í lok 1. lotu.

Þetta er fyrsta tap Nelson eftir rothögg síðan Mark Hunt rotaði hann árið 2014 og hans þriðja tap eftir rothögg á ferlinum.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular