spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChuck Liddell og Tito Ortiz mætast í þriðja sinn

Chuck Liddell og Tito Ortiz mætast í þriðja sinn

Oscar De La Hoya staðfesti í dag að gömlu brýnin Chuck Liddell og Tito Ortiz munu mætast í þriðja sinn. Golden Boy Promotions hefur náð samkomulagi við báða bardagamenn.

Golden Boy Promotions, bardagasamtök Oscar De La Hoya, ætla að demba sér í MMA eftir að hafa hingað til bara verið í boxinu. Nú hefur De La Hoya staðfest að á fyrsta MMA bardagakvöldi Golden Boy munu þeir Chuck Liddell og Tito Ortiz mætast í aðalbardaga kvöldsins.

„Ég er stoltur að tilkynna það að samkomulag hefur náðst um áætlaðan bardaga á milli Chuck Liddell og Tito Ortiz. Þetta verður risastórt fyrir íþróttaaðdáendur um allan heim. Ortiz og Liddell eru tveir af þekktustu bardagamönnum í sögu MMA og goðsagnir í íþróttinni,“ segir í tilkynningu frá Oscar De La Hoya.

Óvíst er hvenær bardaginn á að fara fram en fyrri bardagar þeirra voru meðal stærstu bardaga allra tíma í MMA. Liddell vann báðar viðureignir þeirra árin 2004 og 2006. Liddell hætti árið 2010 en sagði nýlega að löngunin til að berjast væri enn til staðar. Liddell er orðinn 48 ára gamall en þremur síðustu bardögunum tapaði hann með rothöggi. Ortiz hætti í fyrra eftir sigur á Chael Sonnen en hann er 43 ára gamall.

Why not?

A post shared by Chuck Liddell (@chuckliddell) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular