Föstudagskvöldið 19. febrúar verður Collab glíman haldin í Mjölni. Um er að ræða 8 skemmtilegar ofurglímur sem sýndar verða í beinni útsendingu á Youtube en hér skoðum við aðalglímu kvöldsins.
Aðalglíma kvöldsins á Collab glímunni verður milli tveggja af bestu glímumönnum landsins. Eiður Sigurðsson hefur verið einn af þeim bestu á landinu undanfarin ár. Hann hefur keppt á mörgum mótum erlendis með góðum árangri svo sem LA International Open, NAGA, Finnish Open og á Heimsmeistaramótinu. Þá var hann valinn glímumaður ársins af BJÍ árið 2017.
Kristján Helgi Hafliðason byrjaði 14 ára að æfa brasilískt jiu-jitsu í unglingastarfi Mjölnis. Alla tíð hefur hann verið duglegur að æfa og var gráðaður í svart belti af Gunnari Nelson í desember 2019 sem gerði hann að næsta yngsta Íslendingnum til að fá svarta beltið (á eftir Gunnari Nelson). Kristján hefur unnið nánast allt sem er hægt að vinna á glímumótum á Íslandi, bæði í unglingaflokkum og í fullorðinsflokkum. Á síðustu árum hefur hann verið að fara erlendis að keppa og unnið báðar sínar ofurglímur á Battle Grapple í London og á Samurai Grappling í Dublin.
Eiður Sigurðsson
Aldur: 29 ára
Félag: VBC
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? Ársbyrjun 2010
Belti: Brúnt belti
Árangur á mótum: Margfaldur Íslandsmeistari, þar á meðal opinn flokk, vann Grettismótið, tvöfalt gull á LA International Open og fleiri titla.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Fótbolti og handbolti sem polli
Fyrri glímur við andstæðinginn: Einu sinni fyrir langa löngu á Grettismótinu 2017.
Áhugaverð staðreynd: Er ennþá jafn lélegur í krumlu.
Coolbet stuðull: 6,50
Kristján Helgi Hafliðason
Aldur: 23 ára
Hvenær byrjaðiru að æfa BJJ? 2011 í unglingastarfi Mjölnis, 14 ára
Belti: Svart
Árangur á mótum: Margfaldur Íslandsmeistari og margfaldur sigurvegari á Mjölnir Open, bæði fullorðinna og unglinga. Búinn að vinna öll mót á Íslandi, allt nema opna flokkinn á Íslandsmeistaramóti fullorðinna. Svo sigur á Battle Grapple í London og Samurai Grappling í Dublin.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Fótbolti í nokkur ár
Fyrri glímur við andstæðinginn: Tapaði fyrir Eiði í gallanum á Grettismótinu 2017 eftir armbar
Áhugaverð staðreynd: Kann alla Tik Tok dansana.
Coolbet stuðull: 1,50
Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn og verður mótinu streymt á Youtube rás Mjölnis. Hægt er að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.