Conor McGregor segist hafa óskað eftir því að berjast við Frankie Edgar á UFC 222 þegar Max Holloway datt út. Þá sagðist hann ætla að berjast aftur enda væri hann bestur í heimi.
Ein færsla Conor McGregor í gær á Instagram hafði töluverð áhrif á MMA umræðuna í gær. Fyrir það fyrsta kvaðst Conor ætla að berjast og væri hann hvergi nærri hættur.
Þegar fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway þurfti að draga sig úr titilbardaga sínum á UFC 222 segist Conor hafa rétt fram hjálparhönd. Conor ætlaði víst að fara niður í sinn gamla þyngdarflokk, fjaðurvigtina, og mæta Frankie Edgar. Conor sagði þó að fyrirvarinn hefði verið of stuttur fyrir UFC.
Umboðsmaðurinn umdeildi, Ali Abdel-Aziz, gat ekki sleppt þessu tækifæri að koma sér í fjölmiðla og líkti Conor við gamla vændiskonu. Ali sagði einnig að Conor hefði forðast Frankie Edgar í þrjú ár en Ali er umboðsmaður Frankie Edgar.
The truth is @TheNotoriousMMA is a prostitute ??
— Ali Abdelaziz (@AliAbdelaziz00) February 22, 2018
Þjálfari Edgar, Mark Henry, blandaði sér svo í umræðuna með langri færslu á Instagram.
Það var þó eitt svar við færslunni sem var sérstaklega áhugavert. Besti glímumaður heims, Bandaríkjamaðurinn Kyle Snyder, bauðst til að aðstoða Conor McGregor ef svo færi að Írinn myndi mæta Khabib Nurmagomedov einn daginn.
@TheNotoriousMMA if you are ever going to fight Khabib, let me know. We can work on techniques to defend all of his takedown attempts. Best of luck.
— Kyle Snyder (@Snyder_man45) February 22, 2018
Snyder er gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling) og tvöfaldur heimsmeistari. Þessi 22 ára glímumaður er gríðarlega aggressívur í fellur og erfitt að finna glímumann með jafn mikinn sprengikraft í glímunni og hann. Hann hefur notið mikilla yfirburða í glímunni og sigrað sterka rússneska glímumenn.
Ekki er víst að Conor muni berjast við Khabib en ef svo færi yrði Snyder svo sannarlega góð viðbót í æfingabúðirnar fyrir bardagann. Þeir Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov mætast um léttvigtartitil UFC á UFC 223 þann 7. apríl.