spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor bauðst til að mæta Frankie Edgar á UFC 222

Conor bauðst til að mæta Frankie Edgar á UFC 222

Conor McGregor segist hafa óskað eftir því að berjast við Frankie Edgar á UFC 222 þegar Max Holloway datt út. Þá sagðist hann ætla að berjast aftur enda væri hann bestur í heimi.

Ein færsla Conor McGregor í gær á Instagram hafði töluverð áhrif á MMA umræðuna í gær. Fyrir það fyrsta kvaðst Conor ætla að berjast og væri hann hvergi nærri hættur.

Þegar fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway þurfti að draga sig úr titilbardaga sínum á UFC 222 segist Conor hafa rétt fram hjálparhönd. Conor ætlaði víst að fara niður í sinn gamla þyngdarflokk, fjaðurvigtina, og mæta Frankie Edgar. Conor sagði þó að fyrirvarinn hefði verið of stuttur fyrir UFC.

Umboðsmaðurinn umdeildi, Ali Abdel-Aziz, gat ekki sleppt þessu tækifæri að koma sér í fjölmiðla og líkti Conor við gamla vændiskonu. Ali sagði einnig að Conor hefði forðast Frankie Edgar í þrjú ár en Ali er umboðsmaður Frankie Edgar.

Þjálfari Edgar, Mark Henry, blandaði sér svo í umræðuna með langri færslu á Instagram.

When you bring up @frankieedgar name that’s the perfect picture for you @thenotoriousmma. You ducked him 3 times in the past, FE and his manager @aliabdelaziz000 asked for Conors name specifically when Max went down ( but we knew you only take stylistically what is a good match for you and you ducked him 3x already) it’s bad enough of crappy posts putting people down when you have never defended a title cut lines to titles and 90 % of the time fight people in your comfort zone. I agree Connor is an AMAZING AMAZING fighter and has transcended the game with his accent, personality, wit, incredible fighting style and power ( which beat a great and one of my own guys) intelligence and don’t forget trashing people some of the BEST standup I’ve ever seen in mma and I really thought had a chance first 2 rds to bear mayweather. But to constantly sit on the sideline and talk about a man who always wants to fight and always and only the BEST guys, a man the UFC always trys to side track FE weather Mendes ( they were trying to protect you) or Yair or another young killer. A fighter who should be at 35 but fights his whole career heavier and doesn’t cry about someone being bigger like you constantly did with a 55er. A fighter who doesn’t make excuses when he losses like size or cheesecake he just takes it like a man and gives credit when is due. A fighter who even though gives up height range weight his entire career has never quit or been stopped. Last time I checked that’s 4 for you now buddy. You will NEVER EVER have the heart of Frankie or integrity. It’s soo soo simple if your dog crap post is true fight Frankie next. Weather it be mma or boxing. ( And I promise you he won’t hammer fist on top your head he knows the rules). But YOU WON’T! @thenotoriousmma with @get_repost ・・・ I am fighting again. Period. I am the best at this. I put my name forward to step in at UFC 222 to face Frankie Edgar when Max Holloway pulled out, but I was told there wasn’t enough time to generate the money that the UFC would need. I was excited about bouncing in last minute and taking out the final featherweight, without all the rest of the stuff that comes with this game. Please respe

A post shared by Mark Henry (@mark_henry7) on

Það var þó eitt svar við færslunni sem var sérstaklega áhugavert. Besti glímumaður heims, Bandaríkjamaðurinn Kyle Snyder, bauðst til að aðstoða Conor McGregor ef svo færi að Írinn myndi mæta Khabib Nurmagomedov einn daginn.

Snyder er gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling) og tvöfaldur heimsmeistari. Þessi 22 ára glímumaður er gríðarlega aggressívur í fellur og erfitt að finna glímumann með jafn mikinn sprengikraft í glímunni og hann. Hann hefur notið mikilla yfirburða í glímunni og sigrað sterka rússneska glímumenn.

Ekki er víst að Conor muni berjast við Khabib en ef svo færi yrði Snyder svo sannarlega góð viðbót í æfingabúðirnar fyrir bardagann. Þeir Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov mætast um léttvigtartitil UFC á UFC 223 þann 7. apríl.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular