Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentConor McGregor: Aldo á ekki skilið að vera nefndur á nafn hér

Conor McGregor: Aldo á ekki skilið að vera nefndur á nafn hér

Conor-McGregor-UFC-189-UFC 189 var stærsta bardagakvöld allra tíma í UFC. Conor McGregor var hrókur alls fagnaðar á blaðamannafundinum í gær enda orðinn stærsta stjarna UFC.

Conor McGregor mætti seint á blaðamannafundinn í gær eftir að hafa verið í lyfjaprófi. Eftir að hann mætti beindust allar spurningar að honum.

Margir efuðust um að McGregor gæti sigrað sterkan glímumann líkt og Mendes en að hans mati trufluðu þær efasemdir hann ekki neitt. „Þú verður að geta barist frjáls. Ef það hefðu verið engin tímamörk og barist til dauða þá vissi ég að ég myndi vinna. Þá skipta fellur engu máli,“ sagði Írinn.

Fyrir bardagann var orðrómur þess efnis að McGregor væri ekki heill heilsu fyrir bardagann. Hann vildi þó ekkert tjá sig um orðróminn en sagði að það hefði verið meira en brákað rifbein. Stíf sjúkraþjálfun gerði honum kleift að keppa í gær.

McGregor var spurður út í alla vinnuna sem hann lagði á sig til að kynna bardagann og heimstúrinn. „Ég elska ykkur [fjölmiðlana], hvern einasta einstakling hér inni, en ég er dauðþreyttur á ykkur,“ sagði McGregor og uppskar hlátrasköll.

Gríðarleg vinna hefur farið í að kynna bardagann, fyrst gegn Aldo og svo gegn Mendes. McGregor er svo sannarlega vinnuhestur en hann hefur verið heima í Dublin í aðeins 19 daga á þessu ári. „Þetta er ekki auðvelt. Þetta er mikil vinna og ekki bara að mæta á æfingar. Ég er alltaf að vinna og kynna bardagana.“

McGregor segist hafa talað við Mendes eftir hvert einasta högg. „Hann hætti ekki að tala skít, talaði allan tíman þrátt fyrir að ég væri að kýla hann. ‘Geturu ekki gert betur en þetta?’ sagði hann eftir hvert högg,“ sagði Chad Mendes glottandi um bardagann. Kapparnir bera mikla virðingu til hvors annars.

„Mér fannst ég stjórna bardaganum en tók áhættu og fór í hengingu sem tókst ekki. Ég var mjög þreyttur. Ég tók áhættu með því að taka þennan bardaga en ég væri til í að mæta honum aftur og ná þá lengri undirbúningi,“ sagði Mendes.

McGregor var öllum gríðarlega þakklátur eftir bardagann og þá sérstaklega þeim sem hafa stutt hann frá fyrsta degi og öllum aðdáendunum sem ferðuðust alla leið frá Írlandi. „Þegar Jose Aldo hætti við minntist hann ekki orði á brasilísku aðdáendurna sem ætluðu að fylgja honum á bardagann. Ég mætti og stuðningurinn var ótrúlegur.“

Jose Aldo var ekki ofarlega í huga McGregor eftir bardagann. „Hann á ekki skilið að vera nefndur á nafn hér. Hann er búinn. Þetta er mitt kvöld.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular