Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentConor McGregor: Ég mun miða í hökuna; ég ætla að rota hann

Conor McGregor: Ég mun miða í hökuna; ég ætla að rota hann

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor mætir Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn þann 11. júlí á UFC 189. Fregnir af rifbeinsmeiðslum Aldo skutu bardagaaðdáendum skelk í bringu en bardaginn er enn á dagskrá.

Írinn skemmtilegi segir að ef það verður Aldo sem stendur andspænis honum í búrinu þann 11. júlí þurfi Aldo ekki að hafa áhyggjur af rifbeinunum.

„Ég mun miða í hökuna; ég ætla að rota hann. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af rifbeinunum sínum þar sem ég ætla ekki að miða sérstaklega á eitt svæði. Ef hann mætir og berst, eins og hann ætti að gera, berjumst við eins og upphaflega var áætlað,“ segir McGregor í viðtali við MMA Junkie.

„Ég ætla bara að berjast minn bardaga. Ég ætla að hitta á hökuna,“ segir McGregor en bardaginn er sá stærsti í sögu fjaðurvigtarinnar og gríðarlega mikið í húfi.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Conor McGregor tells Jose Aldo to worry about… by usatodaysports

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular