Saturday, April 20, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Machida vs. Romero

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Machida vs. Romero

Machida-vs-Romero-betting-predictions-UFC-Fight-Night-70-betting-predictions-Machida-vs-Romero-picks-UFC-Fight-Night-70-picks-Luca-Fury-betting-guide-tips-odds-posterÍ öllum hamaganginum í kringum UFC 189 má ekki gleyma flottu bardagakvöldi í kvöld. Bardagakvöldið er nokkuð skemmtilegt þrátt fyrir miklar breytingar á bardögum nýlega. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að horfa á bardagana í kvöld.

Miklar breytingar hafa orðið á bardagakvöldinu. Upphaflega átti það að vera í Brasilíu en sex vikum fyrir bardagana var það fært til Flórída. Bardagi Rick Story og Erick Silva átti að vera í kvöld en Erick Silva gat ekki fengið vegabréfsáritun í tæka tíð. Bardaginn var því færður á annað bardagakvöld en samtals voru fimm bardagar færðir annað vegna vandamála með vegabréfsáritun.

  • Er Machida búinn? Lyoto Machida mætir Yoel Romero í aðalbardaga kvöldsins. Aðeins tveir mánuðir eru síðan Luke Rockhold gjörsigraði Machida. Drekinn var illa vankaður í bardaganum og náði Rockhold að klára hann með hengingu. Rockhold valtaði yfir Machida og spurning hvort hinn 37 ára gamli Rockhold sé ekki lengur meðal fimm bestu í þyngdarflokknum.
  • Romero getur stimplað sig inn: Þrátt fyrir að vera árinu eldri en Machida er Romero enn á uppleið enda kom hann seint inn í MMA. Hann er framúrskarandi glímumaður og með sigri annað kvöld kemst hann á meðal þeirra bestu í þyngdarflokknum. Þetta er ekta „striker vs. grappler“ bardagi og verður áhugaverð rimma.
  • Heldur Monsún regnið áfram? Lorenz ‘The Monsoon’ Larkin leit fáranlega vel út í frumraun sinni í veltivigtinni fyrr á árinu er hann rotaði John Howard í fyrstu lotu. Larkin hefur farið úr léttþungavigt niður í veltivigt og mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio. 20 af 35 sigrum þeirra hafa endað með rothöggi. Vonandi fáum við eitt slíkt í kvöld.
  • Lítið búr! Á mörgum af þessum minni bardagakvöldum er búrið minna í samræmi við minni hallir. Tölfræðin sýnir að þegar búrið er minna er líklegra að bardaginn endi með rothöggi eða uppgjafartaki. Vonandi heldur sú hefð áfram í kvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 12. Íslenskir MMA áhugamenn geta horft á allt bardagakvöldið á Fight Pass.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular