spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor gaf sig fram í gær og á von á kærum

Conor McGregor gaf sig fram í gær og á von á kærum

Conor McGregor hefur verið færður í gæsluvarðhald eftir lætin í gær. Conor á að mæta fyrir dómara í dag þar sem hann á von á nokkrum kærum.

Conor McGregor gekk berserksgang í Barclays Center í gær og rústaði rútu með Khabib Nurmagomedov innanborðs. Khabib og Artem Lobov, æfingafélagi og vinur Conor, lentu í útistöðum fyrr í vikunni og var Conor mættur til að svara fyrir hönd Lobov. Conor fór langt yfir strikið og kastaði m.a. tryllu í gegnum rúðu á rútunni.

Conor flúði af vettvangi en gaf sig fram kl. 21 í gærkvöldi. Hann var í gæsluvarðhaldi í nótt og kemur fyrir dómara kl. 7 á New York tíma þar sem hann á von á nokkrum kærum.

Þrír bardagar hafa fallið niður á UFC 223 sem fer fram annað kvöld vegna látanna í Conor. Michael Chiesa hlaut skurði í andliti eftir að gler rigndi yfir hann og þá fékk Ray Borg glerbrot í augað. Þeir voru í rútunni sem Conor réðst á og geta ekki barist annað kvöld. Von er á að Chiesa, Borg og fleiri aðilar sem voru í rútunni kæri Conor.

Artem Lobov tók þátt í látunum en hann fær ekki að mæta Alex Caceres eins og til stóð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular