spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor kemur til landsins í dag

Conor McGregor kemur til landsins í dag

conor mcgregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum MMA Frétta mun Conor McGregor koma hingað til lands í dag.

Conor McGregor kemur til með að æfa með Gunnari Nelson í Mjölni næstu vikuna. Gunnar er sem stendur að undirbúa sig fyrir erfiðan bardaga í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí gegn Albert Tumenov.

Þó nokkrir erlendir bardagamenn hafa komið hingað til að æfa með Gunnari á undanförnum vikum. Um þessar mundir eru þeir Cathal Pendred og Philip Mulpeter hér við æfingar og mun liðsfélagi þeirra McGregor slást í för með þeim út vikuna. Gunnar heldur svo til Írlands þann 25. apríl þar sem lokaundirbúningurinn fyrir bardagann gegn Tumenov fer fram.

Sjá einnig: Cathal Pendred – Aldrei sniðugt að berjast bara fyrir peningana

Conor McGregor er auðvitað fjaðurvigtarmeistari UFC en mun mæta Nate Diaz öðru sinni í veltivigtarslag á UFC 200. Hann er ein stærsta stjarnan í UFC og hefur æft með Gunnari um árabil.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular