Eins og við greindum frá í morgun vildi Dustin Poirier mæta Conor McGregor á UFC 178. Hann hefur nú fengið ósk sína uppfyllta og munu þeir mætast á UFC 178.
Ef allt gengur eftir og enginn meiðist verður UFC 178 eitt mest spennandi bardagakvöld ársins. Bardagakvöldið fer fram 27. september í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins eru þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson en eins og staðan er núna lítur bardagakvöldið svona út. Óvíst er í hvaða röð bardagarnir verða.
Léttþungavigt | Jon Jones (c) | vs. | Alexander Gustafsson | ||||
Bantamvigt | Dominick Cruz | vs. | Takeya Mizugaki | ||||
Fjaðurvigt | Conor McGregor | vs. | Dustin Poirier | ||||
Millivigt | Tim Kennedy | vs. | Yoel Romero | ||||
Bantamvigt kvenna | Cat Zingano | vs. | Amanda Nunes | ||||
Þungavigt | Todd Duffee | vs. | Walt Harris | ||||
Veltivigt | Patrick Côté | vs. | Stephen Thompson |
Conor McGregor sagði svo þetta á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld.
Post by Conor McGregor.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Julius, Venet og Aron með bardaga á Englandi á laugardaginn - June 3, 2022
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 274 - May 7, 2022
- Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn - May 6, 2022