Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor McGregor trekkti að tvöfalt fleiri sjónvarpsáhorfendur á einu ári en allt...

Conor McGregor trekkti að tvöfalt fleiri sjónvarpsáhorfendur á einu ári en allt UFC árið 2014

Conor McGregor er skærasta stjarna UFC þessa dagana en það má glögglega sjá á því hvernig hann er að sprengja öll met í sölu á Pay per view á þeim viðburðum þar sem hann hefur verið aðalstjarnan.

Undanfarna 12 mánuði hefur Conor McGregor keppt fjórum sinnum. Á þessu 12 mánaða tímabili hefur hann trekkt að 6 milljónir áhorfenda sem hafa greitt fyrir Pay per view (PPV). Til að setja þetta í samhengi seldi UFC 3,3 milljón PPV allt árið 2014. Conor McGregor trekkir því fleiri sjónvarpsáhorfendur að á 12 mánuðum en allir bardagakappar UFC gerðu samanlagt árið 2014.

Aðrar stjörnur UFC á borð við Georges St. Pierre og Brock Lesnar eiga ekki möguleika í McGregor en hann trekkir meira að en þeir báðir samanlagt. Brock Lesnar var lengi vel helsta stjarna UFC þegar kom að PPV kaupum með 970.000 seld PPV að meðaltali. Conor McGregor selur 1,35 milljón PPV að meðaltali og er þar með orðin langstærsta stjarna UFC frá upphafi.

Fyrir þá sem vilja glöggva sig nánar á tölunum er hægt að skoða grein BloodyElbow hér.

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular