spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor: Nate Diaz er of fyrirsjáanlegur

Conor: Nate Diaz er of fyrirsjáanlegur

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor var í viðtali við ESPN í gær eftir blaðamannafundinn í gær. Þar lét hann enn á ný ýmislegt flakka og talaði m.a. um fáranlegar ásakanir Nate Diaz í sinn garð varðandi steranotkun.

Seint á þriðjudaginn var Nate Diaz staðfestur sem andstæðingur Conor McGregor á UFC 196. Hann kemur í stað Rafael dos Anjos með aðeins 11 daga fyrirvara. Bardaginn fer fram í veltivigt og telja margir að langur faðmur Nate Diaz gæti orðið vandamál fyrir McGregor sem hefur hingað til verið hærri en andstæðingar sínir í UFC.

„Langi faðmurinn hans er bara tálsýn. Vinstra upphöggið verður þarna og mun smellhitta á hann,“ sagði McGregor um Diaz. „Ég held að hann sé of fyrirsjáanlegur í öllu sem hann gerir. Hann hefur vanrækt aðrar bardagaíþróttir og það hefur hamlað þróun Diaz bræðranna sem bardagalistamenn. Ég held að líkaminn hans verði sundurtættur eftir bardagann. Hann er með mjúkan ramma.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann kemur nánar inn á fáranlegar ásakanir Diaz.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular