Conor McGregor segist hafa samþykkt tilboð UFC um að berjast við Dustin Poirier. Conor leggur til nokkrar dagsetningar en hann vill berjast á þessu ári.
Þeir Conor McGregor og Dustin Poirier hafa báðir lýst því yfir að þeir vilji berjast gegn hvor öðrum aftur. Dana White, forseti UFC, sagði á dögunum að búið væri að bjóða báðum bardagann og nú segist Conor hafa samþykkt.
Hello Dustin! I accepted the @ufc offer to fight you, but told them it must happen in 2020. I’m ready for Nov 21st, given that cards recent injury issues, as well as any of the December dates, the 12th and the 19th. I’ll also still donate the $500k to The Good Fight Foundation 🙏 https://t.co/23hN4AHtoI
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) October 8, 2020
Conor leggur til að bardaginn fari fram þann 21. nóvember á UFC 255 eða á UFC 256 þann 12. desember. Þar vantar sárlega stóra bardaga en barist verður um fluguvigtartitla karla og kvenna á UFC 255 og er bara einn titilbardagi á UFC 256 (Nunes gegn Megan Anderson).
Ef þetta er rétt að Conor hafi samþykkt bardagann er bara tímaspursmál hvenær bardaginn fari fram. Conor hefur í það minnsta fjárfest í búri að því er virðist og er kominn heim til Írlands eftir dvöl á Korsíku.
Conor sigraði Poirier á UFC 178 í september 2014.