spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor segist hafa samþykkt að berjast við Dustin Poirier

Conor segist hafa samþykkt að berjast við Dustin Poirier

Conor McGregor segist hafa samþykkt tilboð UFC um að berjast við Dustin Poirier. Conor leggur til nokkrar dagsetningar en hann vill berjast á þessu ári.

Þeir Conor McGregor og Dustin Poirier hafa báðir lýst því yfir að þeir vilji berjast gegn hvor öðrum aftur. Dana White, forseti UFC, sagði á dögunum að búið væri að bjóða báðum bardagann og nú segist Conor hafa samþykkt.

Ef þetta er rétt að Conor hafi samþykkt bardagann er bara tímaspursmál hvenær bardaginn fari fram. Conor hefur í það minnsta fjárfest í búri að því er virðist og er kominn heim til Írlands eftir dvöl á Korsíku.

Conor sigraði Poirier á UFC 178 í september 2014.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular