Daði Steinn Brynjarsson úr VBC var í dag gráðaður í svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er þar með 11. Íslendingurinn sem nær þessum áfanga.
Daði Steinn hefur lengi verið einn af bestu glímumönnum landsins og er yfirþjálfari glímunnar í VBC. Hann var gráðaður í svarta beltið í dag af þeim Bruno Matias og Robson Barbosa á námskeiði í VBC í dag. Þá var Ýmir Vésteinsson gráðaður í brúnt belti.
Eins og áður segir er Daði 11. Íslendingurinn sem nær þessum áfanga. Aðir sem hafa náð þessum áfanga eru Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Jóhann Eyvindsson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason og Þráinn Kolbeinsson.