spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDana White: Bardagi milli Nick Diaz og Robbie Lawler er í vinnslu

Dana White: Bardagi milli Nick Diaz og Robbie Lawler er í vinnslu

Allt útlit er fyrir það að hin langa og kvalarfulla bið eftir því að sjá Nick Diaz leika listir sínar í búrinu aftur sé senn á enda.

Dana White sagði Aron Bronsteter hjá TSN síðastliðinn miðvikudag frá því að bardagi milli Nick Diaz og Robbie Lawler væri „í vinnslu“ og ef allt færi að óskum mun bardaginn fara fram þann 25. september sem næstsíðasti bardaginn á UFC 266 í Las Vegas.

Á þessu stigi málsins hafa báðir aðilar komist að munnlegu samkomulagi en enn á eftir að staðfesta bardagann endanlega með því að setja blekið á blaðið. MMA Fighting greinir frá því að aðstandendur bæði Diaz og Lawler hafi sagt að bardaginn sé „90-95% staðfestur“ og aðeins eigi eftir að fínpússa einhver smáatriði.

Þótt að Diaz hafi ekki slegist í sex ár er hann ennþá gríðarlega vinsæll í MMA senunni en flestir voru búnir að gefa upp alla von um að sjá hann slást nokkurn tímann framar. Kappinn er með flotta ferilskrá með sigra á BJ Penn, Paul Daley og Frank Shamrock svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekki skrítið að mikil eftirvænting hefur vaknað upp aftur hjá aðdáendum við þessar fréttir.

Nick Diaz hefur ekki barist síðan hann mætti Anderson Silva í janúar 2015. Nick er orðinn 37 ára gamall og hefur lengi verið talað um mögulega endurkomu hans en nú loksins virðist eitthvað vera að gerast.

Verði að þessum bardaga (það er aldrei að vita hvað gerist þegar Diaz bræður eiga í hlut) verður hann endurat milli þeirra Diaz og Lawler. Þeir mættust fyrst árið 2004 á UFC 47 þegar Diaz kom flestum að óvörum og rotaði Lawler í annarri lotu en rothöggið má sjá í spilarnum hér að neðan.

Á meðan flestir bíða í ofvæni eftir að sjá endurkomu Diaz þarf Robbie Lawler nauðsynlega á sigri að halda en hann er búinn að tapa fjórum bardögum í röð.

Enn á eftir að staðfesta aðalbardaga kvöldsins á UFC 266 en líklegt þykir að það verði titilbardagi í fjaðurvigtinni á milli Alexander Volkanovski og Brian Ortega.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular