Thursday, March 28, 2024
HomeErlentDaniel Cormier biður Jon Jones afsökunar

Daniel Cormier biður Jon Jones afsökunar

Daniel CormierLéttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier átti að mæta Jon Jones á UFC 197. Hann neyddist þó til að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla og getur ekki barist síðar í mánuðinum.

Ovince Saint Preux kemur í hans stað og mætir Jon Jones um bráðabirgðartitilinn á UFC 197 þann 23. apríl.

Jon Jones mætir Ovince Saint Preux í stað Cormier

Þetta er í fyrsta sinn sem Cormier hefur þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla og sendi hann frá sér stutta yfirlýsingu í gær. „Sú ákvörðun að berjast ekki þann 23. apríl er ein sú erfiðasta sem ég hef þurft að taka. 18 sinnum hef ég átt framundan bardaga og alltaf staðið við mitt. Ég vil biðja Jon Jones, Lorenzo Fertitta, Dana White og aðdáendur afsökunar á að geta ekki varið beltið mitt. Ég er svo sannarlega leiður yfir þessu en lífið heldur áfram. Endurhæfingin ætti ekki að taka of langan tíma og ég get ekki beðið eftir að verja beltið mitt aftur og keppa aftur. Ég vil þakka aðdáendum mínum fyrir stuðninginn, ég kann að meta ykkur öll. DC.“

Jon Jones var ekkert mikið að strá salti í sárin og óskaði Cormier góðs bata. Fyrst um sinn.

Síðar um kvöldið skaut hann á Cormier á Twitter en eins og svo margoft áður eyddi hann færslunni. Cormier hefur áður sagt að hann væri tilbúin að deyja í búrinu þegar þeir mætast aftur.

jon jones tweet

Yfirlýsinguna á frummálinu má sjá hér að neðan:

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular