spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier fékk að minnsta kosti 103 milljónir króna fyrir tapið gegn...

Daniel Cormier fékk að minnsta kosti 103 milljónir króna fyrir tapið gegn Jon Jones

Laun bardagamannanna á UFC 214 hafa nú verið gefin upp. Þar ríkir Daniel Cormier á toppnum en hann fékk tvöfalt meira en andstæðingur sinn, Jon Jones.

Jon Jones sigraði Daniel Cormier í aðalbardaga kvöldsins á UFC 214.  Jones tók þar með titilinn af Cormier og er hann aftur orðinn léttþungavigtarmeistari UFC.

Samkvæmt uppgefnum launum fékk Daniel Cormier að minnsta kosti eina milljón dollara (103 milljónir ISK) fyrir bardagann gegn Jon Jones. Cormier kemst þar með í hóp með Nate Diaz, Brock Lesnar, Conor McGregor og Rondu Rousey en öll hafa þau fengið eina milljón dollara í uppgefnum launum.

Jon Jones fékk 500.000 dollara (52,725 milljónir ISK). Jones fékk einnig 50.000 dollara frammistöðubónus. Báðir hafa sennilega fengið prósentu af Pay Per View (PPV) sölunni en talið er líklegt að bardagakvöldið hafi selst afar vel. Þar liggja mestu tekjurnar og hafa báðir fengið að minnsta kosti milljón dollara þar. Önnur laun má sjá hér að neðan í dollurum.

Tyron Woodley: 500.000 (52,7 milljónir ISK)
Demian Maia: 110.000 (11,4 milljónir ISK)
Cris ‘Cyborg’ Justino: 200.000 (20,7 milljónir ISK)
Tonya Evinger: 100.000 (10,3 milljónir ISK)
Robbie Lawler: 300.000 (31 milljónir ISK)
Donald Cerrone: 155.000 (16 milljónir ISK)
Volkan Oezdemir: 110.000 + 50.000 dollara frammistöðubónus (16,5 milljónir ISK)
Jimi Manuwa: 120.000 (12,4 milljónir ISK)

Talið er líklegt að Cyborg hafi einnig fengið hluta af PPV sölunni.

Heimild: MMA Fighting

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular