spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier mætir annað hvort Jon Jones eða Jimi Manuwa í júlí

Daniel Cormier mætir annað hvort Jon Jones eða Jimi Manuwa í júlí

Dana White, forseti UFC, sagði í gær við ESPN að Daniel Cormier muni annað hvort mæta Jimi Manuwa eða Jon Jones næst. Cormier og Jones gætu mæst á UFC 214 þann 29. júlí.

Daniel Cormier varði léttþungavigtartitil sinn á UFC 210 fyrr í mánuðinum. Hann verður tilbúinn að berjast næst í júlí en UFC 213 fer fram þann 8. júlí og verður hápunkturinn á International Fight Week í Las Vegas á meðan UFC 214 fer fram í Kaliforníu þann 29. júlí.

„Cormier verður tilbúinn þann 8. júlí en það hentar ekki Jon Jones. Cormier er tilbúinn að berjast við bæði Jones og Manuwa,“ segir Dana White.

Jon Jones afplánar nú eins árs bann eftir fall á lyfjaprófi en banninu lýkur í byrjun júlí. Hann gæti því barist á UFC 214 þann 29. júlí.

„Ef Jon Jones er tilbúinn að berjast 29. júlí fáum við loksins enduratið milli Jones og Cormier.“

Að sögn Dana White gæti Jones viljað lengri tíma fram að titilbardaganum eða annan andstæðing en Cormier fyrst. Ef svo er mun Cormier mæta Jimi Manuwa en sá bardagi gæti mögulega farið fram á UFC 213.

Dana White hefur áður sagt að hann treysti ekki Jon Jones til að vera í aðalbardaga kvöldsins. Jones og Cormier áttu að vera í aðalbardaganum á UFC 200 en aðeins örfáum dögum fyrir bardagakvöldið kom í ljós að Jones hefði fallið á lyfjaprófi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular