Friday, April 19, 2024
HomeErlentDaniel Cormier meiddur og berst ekki á UFC 206

Daniel Cormier meiddur og berst ekki á UFC 206

Daniel CormierLéttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier er meiddur og getur ekki varið beltið sitt gegn Anthony Johnson. Bardaginn átti að vera aðalbardaginn á UFC 206 þann 10. desember.

Þetta kemur fram á vef MMA Fighting en ekki er vitað um hvers konar meiðsli er að ræða. Cormier hefur áður dregið sig úr bardaga vegna hnémeiðsla en svo virðist sem Cormier hafi verið að glíma við hnémeiðsli fyrir þennan bardaga.

UFC stefnir að því að halda Anthony Johnson á bardagakvöldinu. Fyrr í vikunni féll annar bardagi á UFC 206 niður þegar Rashad Evans fékk ekki leyfi frá íþróttasambandi Ontario til að keppa á bardagakvöldinu. Andstæðingur hans, Tim Kennedy, er því án andstæðings sem stendur og er óhætt að segja að vikan sé slæm fyrir bardagaaðdáendur í Kanada.

American Kickboxing Academy, þar sem Cormier æfir, hefur margoft verið gagnrýnt fyrir gamaldags æfingaaðferðir enda eru bardagamenn þeirra eins og Luke Rockhold, Khabib Nurmagomedov og Cormier ansi meiðslagjarnir.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular