0

Derek Brunson er með betri tölfræði en Demian Maia

derek-brunsonDerek Brunson mætir Robert Whittaker á UFC bardagakvöldinu í Ástralíu um helgina. Brunson hefur unnið fimm bardaga í röð og fengið afar fá högg í sig.

Derek Brunson hefur farið á kostum að undanförnu en fjórir síðustu bardagar hans hafa allir endað með rothöggi í 1. lotu. Í þessum fjórum bardögum hefur hann verið með hreint ótrúlega tölfræði og fengið aðeins fimm högg í sig.

Uriah Hall tókst að hitta Brunson einu sinni á tæpum tveimur mínútum og Sam Alvey náði fjórum höggum á rúmum tveimur mínútum. Roan Carneiro og Ed Herman náðu ekki einu einasta höggi.

screen-shot-2016-11-25-at-15-47-33

Þetta er frábær tölfræði hjá Brunson og spurning hvort sama verði upp á teningnum gegn Robert Whittaker um helgina.

Til samanburðar hefur Demian Maia fengið 13 högg í sig í síðustu fjórum bardögum sínum en þeir hafa enst lengur en bardagar Brunson.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.