Daniel Cormier var í miðri hringiðunni þegar Khabib réðst að hornamanni Conor McGregor á UFC 229 í nótt. Cormier segir Conor ekki hafa átt þetta skilið en segir menningarmun hafa skipað stóran part í atburðarásinni.
Tvöfaldi meistarinn Daniel Cormier þekkir Khabib Nurmagomeov vel. Þeir æfa saman hjá AKA og reyndi Cormier að róa Khabib niður þegar Rússinn stökk yfir búrið eftir bardagann í nótt.
Margir hafa bent á að það sem Conor gerði í apríl þegar hann kastaði trillu í gegnum rútu með Khabib innanborðs hafi verið alveg jafn slæmt og það sem Khabib gerði.
„Hey, tvennt rangt gerir ekki eitt rétt. Conor átti þetta ekki skilið. Enginn á svona skilið. En sumt á ekki að segja til að kynna bardaga. Trúarbrögð, fjölskylda, þjóðerni. Kasta hlutum í Brookyn. Fyrir Khabib var þetta ekki bara kynning á bardaganum, þetta var persónulegt. Ólík menning. Ömurlegt,“ sagði Cormier á Twitter.
Hey guys, two wrongs don’t make it right. Conor didn’t deserve that. No one did. But some things aren’t for fight promotion. Religion, family, country. Throwing stuff in Brooklyn. For Khabib it wasn’t fight promotion, it was really personal. Diff culture man. Sucks
— Daniel Cormier (@dc_mma) October 7, 2018
Come on Tony you’re right those guys are completely wrong. And they’re in jail for it. I truly sympathize with with Conor I’m just saying dude didn’t know they were just building a fight https://t.co/YjkEBjP306
— Daniel Cormier (@dc_mma) October 7, 2018
Conor didn’t press charges , that tells me that he understands look I don’t like him he doesn’t like me shit happens. Kinda gangster shit by Conor. He showed lot of heart tonight! Crazy night. Wish we were talking bout the fight.
— Daniel Cormier (@dc_mma) October 7, 2018