0

Daniel Cormier: Sumt á ekki að segja til að kynna bardaga

Daniel Cormier var í miðri hringiðunni þegar Khabib réðst að hornamanni Conor McGregor á UFC 229 í nótt. Cormier segir Conor ekki hafa átt þetta skilið en segir menningarmun hafa skipað stóran part í atburðarásinni.

Tvöfaldi meistarinn Daniel Cormier þekkir Khabib Nurmagomeov vel. Þeir æfa saman hjá AKA og reyndi Cormier að róa Khabib niður þegar Rússinn stökk yfir búrið eftir bardagann í nótt.

Margir hafa bent á að það sem Conor gerði í apríl þegar hann kastaði trillu í gegnum rútu með Khabib innanborðs hafi verið alveg jafn slæmt og það sem Khabib gerði.

„Hey, tvennt rangt gerir ekki eitt rétt. Conor átti þetta ekki skilið. Enginn á svona skilið. En sumt á ekki að segja til að kynna bardaga. Trúarbrögð, fjölskylda, þjóðerni. Kasta hlutum í Brookyn. Fyrir Khabib var þetta ekki bara kynning á bardaganum, þetta var persónulegt. Ólík menning. Ömurlegt,“ sagði Cormier á Twitter.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.