0

Conor: Ég kem aftur

Conor McGregor mætti ekki á blaðamannafundinn eftir UFC 229 í gærkvöldi. Conor sendi frá sér örstutt skilaboð á samfélagsmiðlum eftir bardagann og lofar því að snúa aftur.

UFC 229 lauk með uppþoti þegar Khabib Nurmagomedov réðst á hornamann Conor McGregor eftir sigurinn. Hópslagsmál mynduðust upp frá því og stukku tveir liðsmenn Khabib yfir búrið til að ráðast á Conor.

Bardaginn sjálfur var flottur hjá Khabib. Khabib forðaðist stóru höggin hjá Conor og tókst meira að segja að kýla hann niður í 2. lotu. Khabib kláraði Conor svo með uppgjafartaki í 4. lotu.

Conor sagði á Twitter að hann hlakki til að berjast aftur við Khabib.

Þá sagði hann á Instagram að hann myndi koma til baka eftir þetta.

 

View this post on Instagram

 

I’ll be back.

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Óvíst er hvers konar refsingu Khabib fær eftir þetta frá UFC en þess má geta að Conor fékk enga refsingu frá UFC fyrir rútuárásina sína í apríl.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.