Friday, April 19, 2024
HomeErlentDemetrious Johnson þyngri en Cody Garbrandt síðasta laugardagskvöld

Demetrious Johnson þyngri en Cody Garbrandt síðasta laugardagskvöld

Sú nýbreytni átti sér stað á laugardagskvöld að allir bardagamennirnir á UFC 227 voru vigtaðir þegar þeir mættu í höllina og hafa þær tölur nú verið uppgefnar. Í fyrsta sinn fáum við að vita hversu þungir keppendur voru í sjálfum bardaganum.

Allir keppendur bæta nokkrum kílóum á sig eftir vigtunina í UFC sem er alltaf daginn fyrir bardagann. Lengi hafa bardagaaðdáendur reynt að giska á hversu þungir menn eru í raun og veru þegar í búrið er komið en nú hefur íþróttasamband Kaliforníu, CSAC, gefið þær tölur út.

CSAC leggur til að þeir bardagamenn sem bæta meira en 10% af líkamsþyngd sinni frá deginum áður ættu að fara upp um þyngdarflokk. CSAC hefur vigtað menn á keppnisdegi í rúmt ár og lagði til að Drew Dober myndi fara upp um flokk eftir að hann bætti meira en 10% af líkamsþyngd á sig á rúmum sólarhring.

Aðeins sex af 24 bardagamönnum laugardagsins voru undir 10% viðmiðuninu.

Cody Garbrandt, Cub Swanson, Kevin Holland, Weili Zhang, Danielle Taylor og Wuliji Buren voru þau einu sem bætti minna en 10% af líkamsþyngd á sig rúmum sólarhringi eftir vigtunina. Athygli vekur að Garbrandt var bara 142 pund og var því greinilega að skera lítið niður fyrir 135 punda bantamvigtartitilbardaga sinn.

Henry Cejudo leit út fyrir að vera stærri og sterkari en Demetrious Johnson í bardaga þeirra. Hann segir að niðurskurðurinn sé ekki auðveldur fyrir sig en samt var hann einu pundi léttari en fyrrum meistarinn. Afar áhugavert er að skoða þyngd keppenda en fyrri talan er þyngd þeirra í vigtunni á föstudegi og sú seinni þyngd þeirra er þeir mættu í höllina á laugardaginn.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

T.J. Dillashaw (frá 135 pundum til 149.5 pundum = 10.7%) sigraði Cody Garbrandt (frá 134.7 til 142 = 5.2%)
Henry Cejudo (124.5 til 141 = 12.8%) sigraði Demetrious Johnson (125 til 142 = 13.6%)
Renato Moicano (146 til 165.5 = 13.4%) sigraði Cub Swanson (145.2 til 160.5 = 9.9%)
J.J. Aldrich (115.8 til 130.5 = 12.5%) sigraði Polyana Viana (115 til 129.5 = 11.6%)
Thiago Santos (185.5 til 209.5 = 12.6%) sigraði Kevin Holland (184.7 til 193 = 3.8%)

Upphitunarbardagar:

Pedro Munhoz (135 til 151 = 11%) sigraði Brett Johns (135.2 til 158 = 16.2%)
Ricky Simon (135.2 til 152 = 11.8%) sigraði Montel Jackson (136 til 152 = 11.8%)
Ricardo Ramos (135.5 til 153.5 = 12.9%) sigraði Kyung Ho Kang (136 til 154 = 13.2%)
Sheymon Moraes (146 til 164 = 12.3%) sigraði Matt Sayles (145.7 til 165 = 13%)
Alex Perez (126 til 146.5 = 16.3%) sigraði Jose Torres (125 til 143 = 13.5%)
Weili Zhang (115.5 til 127 = 9.5%) sigraði Danielle Taylor (115.4 til 124.5 = 7.3%)
Marlon Vera (135.5 til 150 = 10.3%) sigraði Wuliji Buren (135.5 til 149.5 = 9.9%)

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular