0

Myndband: Greg Hardy með 17 sekúndna rothögg

Fyrrum NFL leikmaðurinn umdeildi, Greg Hardy, vann sinn annan atvinnubardaga í gær. Það tók Hardy aðeins 17 sekúndur að rota Taboris Gordon.

Þetta var annar bardagi Greg Hardy í áskorendaseríu Dana White. Fyrri bardagann kláraði hann með rothöggi eftir 57 sekúndur í júní og er hann því 2-0 sem atvinnumaður.

Hardy er á svo kölluðum þróunarsamningi hjá UFC þar sem hann mun líklegast berjast næst utan UFC til að fá meiri reynslu en er samt samningsbundinn UFC. Hardy er gríðarlega umdeildur maður en hann var fundinn sekur um heimilisofbeldi á sínum tíma.

Þeir Devonte Smith, Kennedy Nzechukwu og Bobby Moffett fengu allir samning eftir frammistöðu þeirra í gær.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.