spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemian Maia fór beint að kenna á mánudaginn

Demian Maia fór beint að kenna á mánudaginn

Demian Maia tók sér ekki langt frí eftir sigurinn á Gunnari Nelson á laugardaginn. Strax á mánudaginn var hann farinn að kenna brasilískt jiu-jitsu í klúbbnum sínum.

Demian Maia er með bardagaklúbbinn Vila da Luta í Sao Paulo í Brasilíu. Maia fékk konunglegar móttökur er hann snéri aftur á dýnurnar til að kenna á mánudagskvöldið. Maia fékk blómvönd og þakkaði kærlega fyrir móttökurnar á Facebook síðu sinni. Maia hélt svo til Ríó í gær þar sem hann mætti í þónokkur viðtöl við brasilíska fjölmiðla.

Maia var að vonum ánægður með sigurinn á Gunnari og segist aldrei hafa verið betri. Hann óskaði eftir titilbardaga eftir sigurinn á Gunnari en veltivigtarmeistarinn Robbie Lawler mætir Carlos Condit á UFC 195 þann 2. janúar.

demian maia kennar
Mynd af opinberri Facebook síðu Maia.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular