spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDiego Björn með bardaga í Danmörku á laugardaginn

Diego Björn með bardaga í Danmörku á laugardaginn

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Diego Björn Valencia berst sinn annan atvinnubardaga á laugardaginn í Danmörku. Bardaginn fer fram á ICE FC 15 bardagakvöldinu.

Diego mætir Dananum Mikkel Kasper en samkvæmt Sherdog gagnabankanum er hann 1-0 sem atvinnumaður og vann alla þrjá áhugamannabardaga sína. Áhugamannabardagarnir gætu þó verið fleiri en þeir sem skráðir eru á Sherdog. Báðir eru því með einn sigur í einum atvinnubardaga.

ICE FC bardagasamtökin halda reglulega bardagakvöld í Bretlandi en munu nú mæta til Danmerkur. Bardagasamtökin eru í samstarfi við bandarísku bardagasamtökin WSOF.

Diego hefur ekkert barist síðan í september 2014 og er hann spenntur fyrir því að komast aftur í búrið.

Bardaginn fer fram í Kaupmannahöfn og hvetjum við Íslendinga í Danmörku til að mæta og styðja Diego. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.

ice FC 15

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular