spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaDiego Björn: Verður minn erfiðasti bardagi hingað til

Diego Björn: Verður minn erfiðasti bardagi hingað til

Diego Björn Valencia mun á laugardaginn berjast sinn fimmta atvinnubardaga í MMA. Þá mætir hann Laurynas Urbonavicius í Litháen.

Diego Björn Valencia hélt til Litháens í dag ásamt Birgi Erni Tómassyni (sem berst einnig á sama kvöldi) og Árna Ísakssyni (þjálfara). Líkt og Birgir Örn fékk Diego bardagann í gegnum Mantas Le sem býr á Íslandi og æfir með Keppnisliði Mjölnis. Diego fékk tvær vikur til að undirbúa sig fyrir bardagann sem er þó talsvert lengri tími en fyrir hans síðasta bardaga.

Diego hefur ekkert barist síðan hann sigraði Shaun Lomas í Færeyjum í maí. Þann bardaga tók Diego með tveggja daga fyrirvara svo tveggja vikna fyrirvari ætti ekki að vera mikið mál fyrir Diego.

„Ég er búinn að æfa bara eins og ég geri venjulega, sirka 5-8 sinnum í viku og ég auðvitað sparra alltaf eins mikið og ég get og er búinn að fá strákana í bæði Mjölni og RVK MMA til að taka á mér núna síðustu vikurnar,“ segir Diego.

Diego hefur undanfarið barist í millivigt (84 kg) en bardaginn á laugardaginn fer fram í léttþungavigt. „Þessi bardagi er í léttþungavigt því ég er bara orðinn það desperate í að fá bardaga. Fræðilega séð hefði ég alveg getað skorið niður í 84 kg en ég geng um núna 95-97 kg.“

Eins og áður segir mætir Diego heimamanni og veit hann ekki mikið um hann. „Ég veit að andstæðingurinn kallar sig Captain Litáen og er Sambó górilla. Hann er 7-1 og hann hefur klárað flesta sína bardaga í fyrstu lotu með höggum í gólfinu og þá aðallega úr mount. Þetta er í rauninni algjört martraðar matchup fyrir mig.“

Diego telur sig þó hafa nokkuð góða möguleika gegn kapteininum þó bardaginn verði erfiður. „Svo kemur á móti að ég tel mig vera með nokkuð góða felluvörn, er með fjóra sigra eftir uppgjafartök á recordinu mínu ef ég tel áhugamannabardagana með og þar af þrjá af bakinu. Og ég hef aldrei verið kláraður!“

„Svo ég held að þetta verði hörku bardagi og að öllum líkindum minn erfiðasti bardagi hingað til. Ég veit ekki hvernig ég vinn en ég ætla að segja að ég klári hann í þriðju lotu með uppgjafartaki eftir að hafa verið laminn í drasl fyrst. Ég held að það sé frekar safe bet,“ segir Diego að lokum.

Þeir Birgir og Diego berjast á laugardaginn á King of the Cage bardagakvöldinu í Litháen en reynt verður að streyma bardagakvöldinu. Það kemur þó í ljós á næstu dögum.

Diego Björn Valencia
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular